Fleiri fréttir

Framsóknarmenn saka Vg og Samfylkingu um klæki

Stjórnir kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavík, Framsóknarfélags Reykjavíkur og Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík styðja Óskar Bergsson og ákvörðun hans að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.

Eldur í tjörupotti á Löngulínu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að nýbyggingu við Löngulínu í Garðabæ um tvöleytið í dag eftir að eldur kom upp í tjörupotti á þaki byggingarinnar. Nokkur eldur var í pottinum þegar slökkvilið kom á vettvang en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Íslenskur friðargæsluliði á leið til Georgíu

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að senda íslenskan friðargæsluliða Ólöfu Magnúsdóttur til starfa hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Georgíu. Ráðuneytið ætlar einnig að leggja þrjár milljónir króna til Rauða krossins vegna þess neyðarástands sem skapast hefur í landinu.

Arkþing vann í samkeppni um hönnun óperuhúss

Tillaga arkitektastofunnar Arkþings ehf. varð hlutskörpust í samkeppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi. Dómnefnd samkeppninnar leggur til að leitað verði samstarfs við hönnuði Arkþings ehf. um þróun og úrvinnslu verkefnisins eftir því sem segir í tilkynningu Kópavogsbæjar.

Hafna bakdyradúetti framsóknar og sjálfstæðismanna

Hallveig – ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, hafnar nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni og telur félagið að Reykvíkingar séu sama sinnis. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Maóisti verður forsætisráðherra í Nepal

Þingmenn í Nepal hafa kosið leiðtoga Maóistaflokksins Prachanda til þess að vera næsti forsætisráðherra landsins. Hann vann andstæðing sinn úr Íhaldsflokknum Sher Bahadur Deuba.

Innan við 50 kaupsamningar í liðinni viku

Þinglýstir kaupsamningar í síðastliðinni viku á höfuðborgarsvæðinu reyndust aðeins 49 talsins eða rétt um fjórðungur þess sem þeir voru í sömu viku í fyrra, en þá voru samningarnir 199.

Fundarmenn virtu afstöðu Marsibil

Marsibil Sæmundardóttir ,varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem ekki styður meirihlutasamstarf Óskars Bergssonar og Sjálfstæðisflokksins fór á fund með framsóknarmönnum í hádeginu. Marsibil segir fundarmenn hafa skilið sína afstöðu en lykilfólk í flokknum, aðallega úr Reykjavík, sat fundinn.

Bush fordæmir einelti Rússa

George Bush Bandaríkjaforseti hefur fordæmt Rússa fyrir einelti og ógnun í samskiptum sínum við Georgíu. Hann ítrekaði í dag stuðning sinn við Georgíu og sagði að Rússar þyrftu að standa við loforð sitt um að draga her sinn frá Georgíu.

Biður Simbabve að leyfa matarhjálp

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur kallað á Simbabve að aflétta banni við matarhjálp eða annarri hjálparstarfsemi í landinu. Sagði hann að ef Simbabvemenn myndu ekki aflétta banninu myndi verða hörmungarástand í landinu.

Nýr meirihluti er uppvakningur

Formaður Samfylkingar kallar nýjan meirihluta í borgarstjórn uppvakning og segir myndun hans harmleik. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist hins vegar ánægður með meirihlutann.

Gísli græjar skólamálin í Edinborg - byrjaður að blogga

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi er nú staddur í Edinborg þar sem hann hyggur á háskólanám í borgarfræðum. Í samtali við Vísi segir hann að verið sé að hnýta lausa enda og ganga frá skólavist fyrir börn sín. Gísli er byrjaður að blogga á Eyjunni og er fyrsta færslan skrifuð frá Edinborg í dag.

Ólafur: Ég var blekktur til samstarfs

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hannhyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu.

Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn

Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta.

BNA og Pólland skrifa undir varnarsamning

Pólland hefur skrifað undir samning við Bandaríkin um að hýsa hluta af skotvarnarkerfi Bandaríkjahers. Í samningnum felst að Bandaríkin munu koma 10 flugskeytum fyrir á herstöð í Póllandi í staðinn fyrir að hjálpa Pólverjum að styrkja flugvarnir sínar.

Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig

Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum.

Tafir á umferð á Reykjanesbraut í dag

Nokkrar tafir geta orðið á umferð á Reykjanesbraut í dag, að sögn Vegagerðinnar, þar sem verið er að vinna á svæðinu milli IKEA og Breiðholtsbrautar. Aðeins er þó unnið á einni akrein í einu.

Sambýlisfólk hins látna handtekið í Hamraborg

Karlmaður og kona af erlendum uppruna sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við lát á sjötugum manni í Hamraborg bjuggu með manninum í íbúð hans. Konan er á fertugsaldri en karlmaðurinn er rétt undir tvítugu.

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.

Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á.

Ólafur mætti ekki i morgun

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri mætti ekki til vinnu í morgun samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Sjötugur karlmaður lést í Hamraborg - tvennt fært í varðhald

Sjötugur karlmaður fannst látinn á heimili sínu í Hamraborg í Kópavogi í gærkvöld. Heimildir Vísis herma að hann hafi verið látinn í nokkra daga þegar lögreglan kom að honum. Lögreglan handtók tvo einstaklinga af erlendum uppruna á staðnum sem tengjast manninum.

Fleiri blekkingar Kínverja komast upp

Opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking er enn milli tannana á fólki. Sagt hefur verið frá því að stjórnendur hátíðarinnar hafi látið tölvuteikna hluta flugeldasýningarinnar stórfenglegu.

Biðlistum eytt á dauðadeildinni í Texas

Fjörutíu og fimm ára karlmaður var tekinn af lífi í nótt í Texas ríki en maðurinn var fundinn sekur um morð á lögreglumanni á aðfangadag árið 2000. Maðurinn var í hópi sjö fanga sem brutu sér leið út úr prísund sinni í desember það ár.

Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta

Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag.

Mótmæltu framferði Kínverja í Tíbet

Fimm útlendingar eru í haldi í Peking höfuðborg Kína en fólkið var að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet. Þrennt er frá Bandaríkjunum, einn frá Ástralíu en fimmti mótmælandinn er Breti, að því er fréttastofa SKY greinir frá. Fólkið klifraði upp á höfuðstöðvar kínverska ríkissjónvarpsins og lét sig síðan síga niður með stóran mótmælafána.

Snæbjörn selur hlut sinn í Bjarti

Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi hjá forlaginu Veröld, hefur keypt hlut Snæbjörns Arngrímssonar í annari bókaútgáfu, Bjarti. Frá þessu greinir í Morgunblaðinu í dag.

Skotinn til bana í Danmörku

Nítján ára gamall maður var í gærkvöldi skotinn til bana í bænum Tingbjerg sem er úthverfi Kaupmannahafnar. Danska lögreglan telur að um klíkuuppgjör sé að ræða en drengurinn sat og borðaði pizzu með félögum sínum þegar á þá var skotið með fyrrgreindum afleiðingum.

Fingralangur fjöldi á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt viðað elta uppi þjófa. Brotist var inn á að minnsta kosti fjórum stöðum á Eyrinni og ýmsu smálegu stolið.

Rice heimsækir Tbilisi

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag heimsækja Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Rice mun hitta Mikheil Saakashvili forseta Georgíu að máli og reyna til þrautar að ná lausn í deilum Rússa og Georgíumanna en hermenn ríkjanna hafa barist í Suður-Ossetíu undanfarið.

Ekið á átta ára dreng á Ísafirði

Ekið var á átta ára dreng á Túngötu á Ísafirði um hálfáttaleytið í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var hann fluttur á sjúkrahúsið þar í bæ þar sem í ljós kom að hann er lærbrotinn. Hann mun ekki hafa meiðst að öðru leyti.

Óskar var besti kosturinn í stöðunni

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa náð samkomulagi um meiirhlutasamstarf í Reykjavíkurborg. Frá þessu var greint eftir fund Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna, og Óskars Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í Ráðhúsinu í kvöld.

Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að.

Óskar veit ekki hvort Marsibil styður nýja meirihlutann

Óskar Bergsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni og væntanlegur formaður borgarráðs sagði eftir fund sinn með Hönnu Birnu að hann ætti eftir að klára að ræða við varamann sinn Marsibil Sæmundardóttur um tíðindin í borginni.

Borgarstjórnin styrkist með innkomu Óskars

„Ég er sæll og glaður með þetta,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þegar hann er spurður að því hvernig honum lítist á nýjan meirihluta sjálfstæðismanna og Framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur. „Við ætlum að styrkja borgarstjórnina og það gerum við með því að fá Framsóknarflokkinn og þennan afbragðsmann inn,“ segir Júlíus og á þar við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa.

Sjá næstu 50 fréttir