Erlent

Kanadískur barnaníðingur í fangelsi

MYND/AP

Kanadiskur barnaníðingur sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir á Netinu var dæmdur í Taílandi í dag.

Hinn þrjátíu og tveggja ára gamlli Christopher Neil var um árabil kennari í mörgum Asíulöndum og er talið að hann hafi níðst á börnum í þeim öllum.

Hundruð mynda af honum að níðast á ungum drengjum voru voru birtar á Netinu. Andlit hans var gert óþekkjanlegt með tölvuforriti. Sérfræðingum Interpol tókst að finna þetta forrit og notuðu það til þess að afhjúpa andlit hans.

Þær myndir voru birtar á Netinu með beiðni frá Interpol um upplýsingar. Upplýsingarnar streymdu inn og Neil var handtekinn ellefu dögum eftir birtinguna.

Í Taílandi í dag var hann einungis dæmdur fyrir brot gegn þrettán ára gömlum dreng þar í landi. Þar sem hann játaði verknaðinn var dómurinn mildaður og hann dæmdur í þriggja ára og þriggja mánaða fangelsi.

Neil á hinsvegar yfir höfði sér miklu fleiri ákærur, bæði í Taílandi og víðar í Asíu. Það er því fyrirsjáanlegt að hann verður á bakvið lás og slá næstu ár eða áratugi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×