Innlent

Gísli græjar skólamálin í Edinborg - byrjaður að blogga

mynd/vALLI

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi er nú staddur í Edinborg þar sem hann hyggur á háskólanám í borgarfræðum. Í samtali við Vísi segir hann að verið sé að hnýta lausa enda og ganga frá skólavist fyrir börn sín. Gísli er byrjaður að blogga á Eyjunni og er fyrsta færslan skrifuð frá Edinborg í dag.

Gísli mun eins og áður hefur verið greint frá hætta setu sinni í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar auk setu í borgarráði. Hann mun þó áfram sækja fundi borgarstjórnar „enda ekki nema ein klukkustund og fjörtíu mínútur að fljúga til Íslands frá Skotlandi," segir Gísli.

í samtali við Vísi segist Gísli gera ráð fyrir að tilkynnt verði formlega um afsögn hans á næsta borgarstjórnarfundi sem boðað hefur verið til vegna nýja meirihlutans í borginni. Aðspurður hvernig honum lítist á þróun mála í borginni segist Gísli vera mjög sáttur og að nýji meirihlutinn muni „koma hlutum í verk" eins og hann orðað það. „Fyrra samstarf gekk ekki, því miður," segir Gísli en vísar að öðru leyti í færslu sem hann er að skrifa og mun birtast á Eyjunni á næstu mínútum.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×