Innlent

Innan við 50 kaupsamningar í liðinni viku

MYND/Vilhelm

Þinglýstir kaupsamningar í síðastliðinni viku á höfuðborgarsvæðinu reyndust aðeins 49 talsins eða rétt um fjórðungur þess sem þeir voru í sömu viku í fyrra, en þá voru samningarnir 199. Þetta sýna tölur Fasteignamats ríkisins.

Þá eru samningarnir nokkuð færri en að meðaltali síðustu 12 vikur en þá reyndust þeir 63. Alls var veltan í liðinni viku rúmir 1,6 milljarðar króna og meðalupphæð á samning um 34 milljónir. Á þessari viku var 12 kaupsamningum þinglýst á Akureyri og þremur á Árborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×