Innlent

Ólafur mætti ekki i morgun

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri mætti ekki til vinnu í morgun samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Eins og flestum er orðið kunnugt slitnaði upp úr samstarfi Ólafs og sjálfstæðismanna í gær en Hanna Birna Kristjánsdóttir verður kjörinn borgarstjóri á aukaborgarstórnarfundi næsta fimmtudag.

Ólafur verður hins vegar borgarstjóri þangað til. En starfsmenn í Ráðhúsinu sögðu Vísi í morgun að hann hefði ekki látið sjá sig í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×