Innlent

Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ásrún Kristjánsdóttir.
Ásrún Kristjánsdóttir.

Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður, sem skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum.

,,Ég er reiðbúin til starfa fyrir Reykvíkinga en ég er náttúrulega ekki í neinum flokki," segir Ásrún sem sagði sig úr Framsóknarflokknum meðal annars vegna samskiptaörðugleika við Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi oddvita flokksins.

Fram hefur komið að Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hún gerði Óskari Bergssyni, oddvita flokksins, grein fyrir þessu í gærdag, áður en hann gekk til viðræðna við sjálfstæðismenn. Staða mála virðist því svipuð og við myndun fráfarandi meirihluta. Þá studdi Magrét Sverrisdóttir, varaborgafulltrúi F-listans, ekki stamstarf Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra.

,,Björn Ingi kom ekki vel fram en ég vildi gefa honum möguleika," segir Ásrún sem að lokum sagði sig úr flokknum. ,,Hann kom í veg fyrir að ég gæti unnið að mínum málum en ég er hönnuður og myndlistarmaður og hef starfað sem slíkur í meiri en fimmtán ár."

Ásrún segist hafa starfað í Framsóknarflokknum frá unga aldri og margsinnis skipað sæti á framboðslistum flokksins. ,,Ég fékk rosalega góða kosningu í prófkjörinu."

,,Ég var með ákveðin málefni sem ég vildi vinna að og Reykvíkingar treystu mér fyrir þeim. Ég stend við það út kjörtímabilið og ég er algjörlega reiðbúin til þess að taka að mér störf fyrir borgarbúa," segir Ásrún sem vill ekkert segja til um hvort hún gangi til liðs við Framsóknarflokkinn á nýjan leik.












Tengdar fréttir

Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta

Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag.

Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á.

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×