Erlent

Biður Simbabve að leyfa matarhjálp

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Mynd/Getty

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur kallað á Simbabve að aflétta banni við matarhjálp eða annarri hjálparstarfsemi í landinu. Sagði hann að ef Simbabvemenn myndu ekki aflétta banninu myndi verða hörmungarástand í landinu.

Hann taldi að bannið sem sett var á í júní hafa gert það að verkum að aðeins 20 prósent fái hjálp af þeirri einni og hálfri milljón sem sé í nauð. Birgðir af maís og brauði eru oft á tíðum af skornum skammti í Simbabve þrátt fyrir að það hafi einu sinni verið leiðandi landbúnaðarland í Afríku.

Nú eru um 80 prósent af 12,3 milljónum íbúum landsins atvinnulausir þannig að reiða margir sig á matarhjálp. Hundruð þúsunda Simbabvemanna hafa flúið versnandi ástand í landinu yfir til nágrannalandanna, Suður-Afríku og Botswana.

Bannið kom í kjölfar þess að yfirvöld í Simbabve ásökuðu hjálparsamtök um að vera í kosningarherferð með stjórnarandstöðunni fyrir forsetakosningarnar í lok júní. Robert Mugabe, forseti landsins hefur einnigásakað Vesturlönd um að hafa samsæri gegn sér sem hafi orsakað hina veigamiklu kreppu í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×