Erlent

Maóisti verður forsætisráðherra í Nepal

Prachanda, verðandi forsætisráðherra Nepal.
Prachanda, verðandi forsætisráðherra Nepal. Mynd/AP

Þingmenn í Nepal hafa kosið leiðtoga Maóistaflokksins Prachanda til þess að vera næsti forsætisráðherra landsins. Hann vann andstæðing sinn úr Íhaldsflokknum Sher Bahadur Deuba.

Móistar unnu óvæntan sigur í kosningum þar í landi í apríl síðastliðnum og hafa flesta þingsæti. Tveir aðrir flokkar á þinginu studdu einnig Prachanda.

Skjótt hafa því veður skipast í lofti því Maóistar sögðust ekki ætla í ríkisstjórn eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Ramraja Prasad Singh, beið ósigur í kosningu Nepalsþings í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×