Innlent

Fundarmenn virtu afstöðu Marsibil

Marsibil Sæmundardóttir.
Marsibil Sæmundardóttir.

Marsibil Sæmundardóttir ,varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem ekki styður meirihlutasamstarf Óskars Bergssonar og Sjálfstæðisflokksins fór á fund með framsóknarmönnum í hádeginu. Marsibil segir fundarmenn hafa skilið sína afstöðu en lykilfólk í flokknum, aðallega úr Reykjavík, sat fundinn.

„Ég ákvað að fara á þennan fund og ræða við fólk og útskýra mína afstöðu. Ég get ekki sagt annað en að fundurinn hafi stutt Óskar og þetta meirihlutasamstarf heilshugar. En á sama tíma virtu þau mína afstöðu og sýndu mér virðingu," segir Marsibil sem sagði við Vísi fyrr í morgun að hún hlakkaði ekkert sérstaklega til fundarins.

„Það er auðvitað erfitt að þetta skuli vera svona en þetta er allt flott fólk sem skilur að svona getur gerst."










Tengdar fréttir

Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig

Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum.

Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann

Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×