Innlent

Sex prósent óku of hratt á Bústaðavegi

MYND/Guðmundur

Sex prósent ökumanna sem fóru um Bústaðaveg á tæplega sólarhring reyndust hafa ekið of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar. Alls voru brot 340 ökumanna mynduð á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallavegar á þessum tíma en nærrri 5700 bílar fóru um gatnamótin þegar mælingar stóðu yfir.

Sextíu kílómetra hámarkshraði er á þessum slóðum en meðalhraði hinna brotlegu reyndist 74 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 102 kílómetra hraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×