Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið 15. ágúst 2008 09:54 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. „Ég held að staðan í Reykjavík hafi verið að þróast í mjög slæman farveg hvað varðar fyrri meirihlutasamstarf. Sjálfstæðismenn kusu sjálfir að rjúfa það samstarf áður en lengra yrði haldið og þá var komin upp pattstaða í borginni því á Ólaf F. Magnússon er ekki hægt að treysta í meirihlutasamstarfi," segir Guðni. Hann segir ljóst að um blekkingar hafi verið að ræða í gær þegar sagt var að Ólafur hefði verið tilbúinn til að stíga til hliðar til þess að greiða götuna fyrir nýjum Tjarnarkvartett. „Óskar Bergsson fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og við þessa breytingu kemst á festa og öryggi sem er borginni mikilvægt." Aðspurður um aðkomu sína að málinu segir Guðni að hún verið lítil sem engin. „Óskar ræddi við mig á þriðjudag eða miðvikudag og greindi mér frá stöðu mála eins og hún var þá. Geir H. Haarde hafði einnig samband við mig þar sem hann fór yfir málin með mér eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. En Óskar hefur með sínu fólki ákveðið að fara þessa leið og hann tjáði mér að hann væri sannfærður um að enginn annar kostur væri í spilunum." Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni," segir Guðni að lokum. Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. „Ég held að staðan í Reykjavík hafi verið að þróast í mjög slæman farveg hvað varðar fyrri meirihlutasamstarf. Sjálfstæðismenn kusu sjálfir að rjúfa það samstarf áður en lengra yrði haldið og þá var komin upp pattstaða í borginni því á Ólaf F. Magnússon er ekki hægt að treysta í meirihlutasamstarfi," segir Guðni. Hann segir ljóst að um blekkingar hafi verið að ræða í gær þegar sagt var að Ólafur hefði verið tilbúinn til að stíga til hliðar til þess að greiða götuna fyrir nýjum Tjarnarkvartett. „Óskar Bergsson fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og við þessa breytingu kemst á festa og öryggi sem er borginni mikilvægt." Aðspurður um aðkomu sína að málinu segir Guðni að hún verið lítil sem engin. „Óskar ræddi við mig á þriðjudag eða miðvikudag og greindi mér frá stöðu mála eins og hún var þá. Geir H. Haarde hafði einnig samband við mig þar sem hann fór yfir málin með mér eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. En Óskar hefur með sínu fólki ákveðið að fara þessa leið og hann tjáði mér að hann væri sannfærður um að enginn annar kostur væri í spilunum." Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni," segir Guðni að lokum.
Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11
Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09
Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30
Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46
Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13