Fleiri fréttir

Talíbanar að sigra í áróðursstríðinu

Talíbanar í Afghanistan eru að sigra Vesturlönd - í áróðursstríðinu. Svo segir virt rannsóknarstofnun sem einnig bendir á að Talíbanar nýti vandlega reiði almennings yfir of tíðum árásum sem leiði til dauða óbreyttra borgara.

Lunda fækkar í Vestmannaeyjum

Lunda hefur fækkað svo í Vestmannaeyjum að ekki er talið víst að nóg veiðist til þess að seðja þjóðhátíðargesti þegar þar að kemur. Á vefsíðu Suðurlands segir frá því að á Sky sjónvarpsstöðinni hafi verið sagt frá vandamálum í breska lundastofninum á eyjunni Farne.

Á slysadeild eftir höfuðhögg í sumarbústað

Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Bræðratunguvegi um kvöldmatarleytið í gær. Þá var annar maður fluttur á slysadeild rétt eftir miðnætti eftir að hann fékk skurð á hnakka. Maðurinn var í sumarbústað í Úthlíð og datt þegar hann var að standa upp frá borði.

45 féllu í sprengingunum á Indlandi

Talið er að lítt þekktur hópur íslamskra öfgamanna hafi staðið að 17 sprengingum sem urðu 45 manns að bana í borginni Ahmedabad í vesturhluta Indlands í gær.

Grunur um að súrefniskútur hafi sprungið í áströlsku vélinni

Rannsóknarmenn ástölsku flugslysanefndarinnar beina nú sjónum sínum að þeim möguleika að súrefniskútur hafi sprungið og valdið skemmdunum á farþegavélinni sem þurfti að nauðlenda á Filippseyjum fyrir helgina. Stórt gat kom á búk vélarinnar skömmu eftir flugtak í Hong Kong.

Handtekinn fyrir að sparka í löggubíl

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt karlmann á þrítugsaldri eftir að hann sparkaði í lögreglubíl. Bílinn var að aka hægt niður Hafnargötu í Reykjanesbæ þegar maðurinn, sem var mikið ölvaður, sparkaði í bílinn.

29 hafa látist og 88 slasast í sprengjuárás á Indlandi

29 manns hafa látist hið minnsta og 88 eru slasaðir eftir að sautján sprengjur sprungu á innan við klukkutíma í morgun, í borginni Ahmedabad á Indlandi í morgun. Þetta hefur lögregla og stjórnvöld staðfest.

Íbúar langþreyttir á kappakstri við Hringbraut

Kappakstur tveggja bíla eftir Hringbraut í nótt endaði með þriggja bíla árekstri. Íbúar eru orðnir langþreyttir á síendurteknum hraðakstri á Hringbrautinni og telja aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegt slys hlýst af.

Sérsveitin handtók átta í Keflavík

Um klukkan sex í morgun var tilkynnt um liggjandi mann fyrir utan hús í Keflavík. Reyndist hann vera öklabrotinn og með töluverða áverka í andliti. Maðurinn hafði verið gestkomandi í húsi þar skammt frá. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík.

Ótímabært að hafna eða samþykkja vinningstillögu LHÍ

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ótímabært að hafna eða samþykkja vinningstillögu að byggingu nýs Listaháskóla við Laugaveg. Í sama streng tekur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Borgarstjóri fullyrðir að hún verði ekki samþykkt í skipulagsráði óbreytt.

Flokksfélagar Browns hvetja hann til þess að segja af sér

Útlit er fyrir að verulega sé farið að síga á síðari hlutann í forsætisráðherratíð Gordons Brown því nú eru bæði þingmenn hans og ráðherrar farnir að hvetja hann til að segja af sér - eða jafnvel að setja hann af.

Karadizc heillaði landa sína með náttúrusmyrslum

Á meðan Radovan Karadizc fór huldu höfði ferðaðist hann meðal annars til Austurríkis og heillaði landa sína þar með handayfirlagningu og náttúrusmyrslum. Lögreglumenn sem ræddu við hann þar grunaði aldrei að þessi skeggjaði og síðhærði spekingur væri í raun eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og fjöldamorð. Stuðningsmenn hans heima eru reiðir yfir handtökunni.

Harður árekstur á Suðurlandsvegi

Nokkuð harður árekstur varð á Suðurlandsvegi á móts við Biskupstungnabraut um tvö leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi rákust tveir bílar saman en í öðrum bílnum voru þrír og einn var í hinum bílnum.

Enginn hægagangur á máli Paul Ramses

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir það ekki eiga við nein rök að styðjast að hægagangur sé á máli Keníamannsin Paul Ramses hjá ráðuneytinu.

Elton John hefur haldið tónleika í öllum fylkjum Bandaríkjanna

Elton John hélt sína fyrstu tónleika í Bandaríkjunum árið 1970 og hefur komið þangað reglulega síðan. En það tók hann nær fjóra áratugi að halda tónleika í öllum 50 ríkjunum. Markinu var náð í vikunni þegar hann spilaði í Vermont á austurströndinni.

Obama snæddi morgunverð með Tony Blair

Barack Obama forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum er í Lundúnum þessa stundina og ræðir við þarlenda stjórnmálaforingja. Allt yfirbragð heimsóknar hans til Bretlands er á mun lægri nótum en þegar hann var í Þýskalandi og Frakklandi fyrir helgi.

Tillagan um LHÍ ekki samþykkt í óbreyttri mynd

Borgarstjóri segir tillögu um nýjan Listaháskóla Íslands í miðborg Reykjavíkur ekki verða samþykkta í skipulagsráði borgarinnar í óbreyttri mynd. Aðstandendur skólans segja að fullt tillit hafi verið tekið til sjónarmiða skipulagsyfirvald við gerð tillögunnar og að þeir treysti því að tillagan fái málefnalega umfjöllun í ráðinu.

Segist hafa talað kjarnyrta íslensku og vitnað í dóm Hæstaréttar

Agnes Bragadóttir segist hafa verið að tala kjarnyrta íslensku og vitna í dóm Hæstaréttar þegar hún lét ummæli falla um þingmanninn Árna Johnsen í þættinum „Í bítið á Bylgjunni“ fyrir skömmu. Fram hefur komið í fréttum að Árni íhugi að fara í meiðyrðarmál vegna ummælanna og er kominn með lögfræðing í málið.

Erlendum olíustarfsmönnum rænt í Nígeríu

Átta erlendum starfsmönnum á olískipi í Lagos í Nígeríu var rænt í nótt. Það voru vopnaðir menn sem tóku starfsmennina sem eru hvítir. Það þýðir að 16 olíustarfsmönnum hefur verið rænt á svæðinu á síðustu tveimur sólarhringum.

Ráðið í æðstu embætti Kópavogsbæjar án auglýsingar

Á aukafundi í bæjarráði Kópavogs þann 26. júlí samþykkti meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ráða í nokkur af æðstu embættum bæjarins án auglýsingar. Um er að ræða innanhúss hrókeringar ásamt nýrri stöðu gæðastjóra bæjarins.

Sex gistu fangageymslur lögreglu

Nóttin virðist hafa verið róleg hjá flestum lögregluembættum á landinu. Þó voru sex ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar gista sex einstaklingar fangageymslur fyrir minniháttar brot.

Segja málflutning borgarstjóra ekki einkennast af „heilindum"

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúi, og Svandís Svavarsdóttir, núverandi borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, hafa sent frá yfirlýsingu þar sem þau segja málflutning Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, um Bitruvirkjun ekki einkennast af heilindum heldur „hagræðir [hann] sannleikanum í því skyni að varpa dýrðarljóma á sjálfan sig."

Kveikt í tveimur húsum í Bolungarvík í gær

Kveikt var í tveimur húsum í Bolungarvík í gær. Um var að ræða hús sem á að rífa þar sem þau falla inn á snjóflóðavarnarsvæði í bænum, en alls á að fjarlægja sex hús við Dísarland, sem flest voru byggð á níunda áratug síðustu aldar.

Telja sig hafa farið eftir ábendingum skipulagsyfirvalda í einu og öllu

Aðstandendur samkeppni um nýbyggingu Listaháskóla Íslands, Samson Properties og Listaháskóli Íslands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar þeir segja m.a. að efnt hafi verið ,,til samkeppninnar með vitund og vilja borgaryfirvalda og farið var eftir ábendingum skipulagsyfirvalda í einu og öllu í forsendum keppninnar. Dómnefnd tók jafnramt fullt tillit til sjónarmiða skipulagsyfirvalda í sinni vinnu."

Obama segir Írönum að bíða ekki næsta forseta

Barack Obama sagði á sameiginlegum blaðamannafundi með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, að Íranar ættu ekki að hika við taka nýju tilboði Vesturveldanna um stuðning á sviði viðskipta og tæknimála gegn því að þjóðin stöðvi auðgun úrans í landinu.

Ölvaður á bremsulausum bíl

Lögreglan stöðvaði í gær og nótt þrjá ökumenn vegna ölvunaraksturs. Tæplega þrítugur karlmaður var stöðvaður í Árbæ en aksturslag hans vakti athygli lögreglumanna við eftirlit en maðurinn ók of hratt miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Tæknilegir talíbanar í nýrri ímyndarherferð

Talíbanar í Afganistan hafa látið af þeirri fjölmiðlafeimni sem þeir voru áður annálaðir fyrir og beita nú DVD-diskum, SMS-skilaboðum, vefsíðum, tölvupósti og jafnvel hringitónum farsíma til að útbreiða áróður sinn gegn afgönskum og vestrænum óvildarmönnum sínum.

Sækir ekki um virkjanaleyfi vegna dómsmáls

Landsvirkjun sækir ekki um leyfi vegna virkjana í neðanverðri Þjórsá á meðan að héraðsdómur hefur til meðferðar kæru á hendur fyrirtækinu, að sögn Friðriks Sophussonar forstjóra Landsvirkjunar.

Ók bifhjóli á 150 km hraða

Lögreglan stöðvaði í gær 18 ára pilt sem ók bifhjóli sínu á tæplega 150 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut til móts við Nesti. Fyrir þennan vítaverða akstur á hann yfir höfði sér 140 þúsund króna sekt og ökuleyfissviptingu í tvo mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Danskur hermaður lést í Afganistan

Danskur hermaður lést í sprengingu í Afganistan í morgun. Dönsk hersveit var að aðstoða afganska hermenn á umsjónarsvæði sínu í Helmand sýslu þegar skotbardagi við talíbana braust út. Hermaðurinn ók skriðdreka sínum yfir jarðsprengju sem sprakk með þeim afleiðingum að hann lést og þrír aðrir særðust. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert er að sárum þeirra.

Sérstakri fartölvu stolið frá Opnum kerfum

Síðastliðna nótt, aðfaranótt 25. júlí, var brotist inn í Verslun Opinna kerfa að Höfðabakka 9. Höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér nokkrar HP fartölvur, þar á meðal tölvur úr nýrri línu sem kynnt hefur verið fyrir skólavertíðina sem hefst á næstu vikum.

Þingkona VG dáist að Saving Iceland

„Ég bara dáist að þessu unga fólki sem sýnir afstöðu sína með þessum hætti og vill með því vekja aðra til umhugsunar, um það sem er að gerast í umhverfismálum ekki bara hér á íslandi heldur heiminum öllum," segir Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri-Grænna. Hún er ánægð með framgöngu samtakanna Saving Iceland, sem undanfarin sumur hafa mótmælt virkjanaframkvæmdum og stóriðjustefnu á Íslandi.

Tekur undir með VG og vill að þing komi saman

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur undir beiðni þingflokks Vinstri grænna að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum.

Sjá næstu 50 fréttir