Innlent

Lunda fækkar í Vestmannaeyjum

Lunda hefur fækkað mjög í eyjum.
Lunda hefur fækkað mjög í eyjum.

Lunda hefur fækkað svo í Vestmannaeyjum að ekki er talið víst að nóg veiðist til þess að seðja þjóðhátíðargesti þegar þar að kemur. Á vefsíðu Suðurlands segir frá því að á Sky sjónvarpsstöðinni hafi verið sagt frá vandamálum í breska lundastofninum á eyjunni Farne.

Þar er fjórða stærsta lundabyggð Bretlandseyja. Fækkað hefur um 34% af stofninum á Farne. Fuglafræðingar óttast að lundanum sé að fækka meira en eðlilegt geti talist.

Fyrir fimm árum var talið að um 55.000 lundapör hafi verið á eyjunni en í ár eru þau aðeins 36.500 talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×