Innlent

Segja málflutning borgarstjóra ekki einkennast af „heilindum"

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúi, og Svandís Svavarsdóttir, núverandi borgarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna, hafa sent frá yfirlýsingu þar sem þau segja málflutning Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, um Bitruvirkjun ekki einkennast af heilindum heldur „hagræðir [hann] sannleikanum í því skyni að varpa dýrðarljóma á sjálfan sig."

Í yfirlýsingunni segir jafnframt: „Á dögunum voru þau boð látin út ganga frá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík að heilindi hans skuli ekki dregin í efa. Í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem skoðanafrelsi á að ríkja, verður jafnvel borgarstjórinn í Reykjavík að sæta því að málflutningi hans sé mótmælt og jafnvel heilindin í efa dregin.

Í yfirlýsingu borgarstjóra frá í dag, vegna Bitruvirkjunar, segir borgarstjóri m.a. „R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun." Borgarstjóra hlýtur að vera fullljóst að þessi fullyrðing stenst ekki. Kárahnjúkavirkjun var samþykkt í borgarstjórn með 9 atkvæðum gegn 5 en einn fulltrúi sat hjá. Borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki (8 talsins) auk þáverandi borgarstjóra, núverandi formanns Samfylkingarinnar, samþykktu ábyrgð borgarinnar á virkjuninni.

Báðir borgarfulltrúar úr Vinstri grænum, tveir borgarfulltrúar úr Samfylkingu auk núverandi borgarstjóra greiddu atkvæði gegn virkjuninni. Rétt skal vera rétt."




Tengdar fréttir

Orð Kjartans stangast á

Kjartan Magnússon sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við.

Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun

„Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbúningi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Kalla eftir sameiginlegu átaki allrar þjóðarinnar

Tveir af yngri kynslóð alþingismanna, sjálfstæðismennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, segja þörf á gríðarlegu átaki allra landsmanna til þess að komast út úr þeim vanda sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Segir Kjartan tvístígandi

,,Kjartan er tvístígandi eins og í svo mörgu öðru. Ég átta mig ekki á því hvað hann er að boða," segir Svandís Svavarsdóttir varðandi yfirlýsingar Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, varðandi Bitruvirkjun.

,,Það er búið að slá Bitruvirkjun af"

Ekkert verður af virkjun Bitru og vangaveltur um annað eru óþarfar, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. ,,Það er búið slá Bitruvirkjun af og það stendur á meðan að núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks fer með stjórn borgarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×