Innlent

Íbúar langþreyttir á kappakstri við Hringbraut

Kappakstur tveggja bíla eftir Hringbraut í nótt endaði með þriggja bíla árekstri. Íbúar eru orðnir langþreyttir á síendurteknum hraðakstri á Hringbrautinni og telja aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegt slys hlýst af.

Bílarnir voru á mikilli ferð austur eftir Hringbrautinni um þrjú leytið í nótt þegar þeir skullu saman. Annar bíllinn hafnaði á húsvegg og hinn keyrði niður umferðarljós og hafnaði á leigubíl. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum en bílarnir eru mikið skemmdir. Mikið hefur verið kvartað undan hraðakstri á þessum slóðum, en leiðin frá Hringbraut að Granda er mjög vinsæl til kappaksturs og óttast íbúar um öryggi sitt og annarra vegfarenda.

Aðeins örskömmu síðar heyrir hún mikinn hvell og sér þá hvar einn bíllinn, sem hún segist þekkja mætavel eftir margar andvökunætur, hefur hafnað á húsveggnum. Sigríður segist oft hafa hringt í lögreglu vegna hraðakstursins. Hún taki yfirleitt vel í beiðni hennar en er oft á tíðum of fáliðuð til að bregðast við. Hún leggur því traust sitt á borgaryfirvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×