Innlent

Enginn hægagangur á máli Paul Ramses

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir það ekki eiga við nein rök að styðjast að hægagangur sé á máli Keníamannsin Paul Ramses hjá ráðuneytinu.

Á bloggsíðu sinni segir Björn að málið hafi borist ráðuneytinu þann 9.júlí með kæru Katrínar Theódórsdóttur lögmanns Pauls. Þaðan hafi hún farið til umsagnar útlendingastofnunar daginn eftir.

„Fimm dögum síðar barst umsögn stofnunarinnar og daginn eftir, 16. júlí, var hún send lögmanninum til umsagnar. Þetta er hefðbundið ferli stjórnsýslukæru en hraðinn er meiri á málinu en venjulega. Að fengnum þessum gögnum tekur ráðuneytið ákvörðun um næstu skref," skrifar Björn á heimasíðu sína.

 






Tengdar fréttir

Niðurstaða í máli Paul Ramses í ágúst

Dóms-og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöldi að hann teldi að niðurstöðu í máli Paul Ramses væri að vænta í ágúst. Tvær vikur eru síðan lögfræðingur Paul Ramses lagði inn kæru í dómsmálaráðuneytið. Hún krafðist þess að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði dæmd ógild vegna þess hvernig staðið var að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×