Innlent

Kveikt í tveimur húsum í Bolungarvík í gær

Kveikt var í tveimur húsum í Bolungarvík í gær. Um var að ræða hús sem á að rífa þar sem þau falla inn á snjóflóðavarnarsvæði í bænum, en alls á að fjarlægja sex hús við Dísarland, sem flest voru byggð á níunda áratug síðustu aldar.

Slökkviliðsmenn frá Bolungarvík og nágrannasveitarfélögum kveiktu í húsunum til að æfa sig við slökkvistörf og síðan verða rústirnar rifnar.

Snjóflóðavarnargarður í hlíðinni fyrir ofan Dísarland nær allt að húsunum sem kveikt var í í gær og þegar er hafinn vinna við gerð varnargarðsins. Ofanflóðasjóður keypti húsin af eigendum þess en ekki voru allir á eitt sáttir um að rífa þyrfti húsin.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×