Fleiri fréttir Þrír myndaðir á Arnarhöfða Brot þriggja ökumanna voru mynduð í Arnarhöfða í Mosfellsbæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarhöfða í norðurátt, við Spóahöfða. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 31 ökutæki þessa akstursleið og því voru flestir ökumenn til fyrirmyndar. Bílar þessara þriggja sem óku of hratt eða yfir afskiptahraða mældust á um 40 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. 1.7.2008 21:13 Mikið hvassviðri á Landsmóti Nokkur tjöld hafa fokið á Landsmóti hestamanna sem nú er haldið á Hellu en töluvert hvasst er um sunnanvert landið. 1.7.2008 20:16 Landlækni ekki kunnugt um ótimabær dauðsföll Landlæknir segir að embættinu sé hvorki kunnugt um ótímbær dauðsföll sjúklinga á biðlista eftir opnum hjartaaðgerðum né hjartaþræðingum hér á landi. Heilbrigðisráðherra segir biðlista eftir hjartaþræðingum hafa styst verulega á þessu ári og unnið sé að því að stytta þá enn frekar. 1.7.2008 19:32 Almannavarnir vara við hvassviðri Nú er töluvert hvasst um sunnanvert landið. Mjög hvassar hviður eru sunnanundir Vatnajökli, einkum undir Öræfajökli. Við Sandfell í Öræfum hafa hviður farið yfir 40 m/s. Einnig eru hvassar hviður undir Eyjafjöllum. Búast má við að hvassviðrið standi fram á kvöld á suðaustanverðu landinu og fram á nótt á Suðurlandi og á miðhálendinu. 1.7.2008 18:08 Starfshópur hefur umsjón uppbyggingu eftir skjálfta Ríkissstjórnin ákvað í morgun að stofna hóp ráðuneytisstjóra og sveitarfélaganna á Suðurlandi til að hafa umsjón með uppbyggingarstarfi í þeim sveitarfélögum sem verst urðu úti í járðskjálftunum þar í lok maí. 1.7.2008 17:35 Helst hætta á hryðjuverkum við sendiráð Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur að möguleg skotmörk hryðjuverkamanna á Íslandi geti verið ferðamenn eða sendiráð erlendra ríkja. 1.7.2008 17:16 Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu transfitusýru Í grein í 24 stundum í dag var fjallað um bann við neyslu hertra fita, sem eru betur þekktar sem transfitusýrur, í New York fylki í Bandaríkjunum. Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu hertra fita og neyta svipað magn af þeim og Austur-Evrópubúar og Bandaríkjamenn. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er mælt með að neyslu transfitusýra fari ekki yfir 2 grömm á dag en hún er 3,6 grömm á dag að meðaltali á Íslandi. 1.7.2008 17:06 Þrettán líkamsárásir um helgina Þrettán líkamsárásir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en flestar voru þær minniháttar. Fáeinir þurftu samt að leita sér aðhlynningar á slysadeild en óttast var að einn hefði nefbrotnað en sá var sleginn í andlitið á dansgólfi skemmtistaðar í miðborginni. 1.7.2008 16:55 Stjórn Félags fréttamanna ósátt við stöðu Ríkisútvarpsins ohf. Stjórn Félags fréttamanna skorar á menntamálaráðherra, ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja Ríkisútvarpinu ohf. þær tekjur sem lofað var þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. 1.7.2008 16:54 Sleginn yfir skemmdarverkum á heimili byggingarfulltrúa Jakobi Frímann Magnússon miðborgarstjóri er sleginn yfir fregnum af árás skemmdarvarga á heimili Magnúsar Sædals, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, í gærkvöld. 1.7.2008 16:52 „Ótrúlegt að sitja undir svona skít“ Magnús Sædal byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar segir áreiti á opinbera embættismenn alvarlegt brot. Málningu var hent í hús hans í nótt og ókvæðisorð krotuð til að mótmæla fegrunarátaki borgarinnar. 1.7.2008 16:51 Grunur um starfsemi mansalshringa hér á landi Vísbendingar eru um að erlendir aðilar komi í auknum mæli að skipulögðu vændi á Íslandi og grunur leikur á að sú starfsemi tengist mansalshringum einkum í Austur-Evrópu. 1.7.2008 16:41 Málningu hent í hús byggingarfulltrúa „Við erum búin að kæra til lögreglu," segir Vilborg Gestsdóttir, eiginkona Magnúsar Sædals byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Í nótt var málningu hent í hús Magnúsar til að mótmæla framgöngu borgarinnar í umhverfisátakinu sem stendur nú yfir. 1.7.2008 16:27 Forseti Perú segir forseta Bólívíu að halda kjafti Forseti Perú Alan Garcia vill að starfsbróðir sinn í Bólívíu, Evo Morales haldi kjafti og hætti að skipta sér að innri málefnum Perú. Þetta sagði hann í dag þegar hann var spurður að viðbrögðum sínum við athugasemdum sem Morales gerði við náið samband Perú við Bandaríkin. 1.7.2008 16:24 Sami þorskkvóti í ár og í fyrra Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur heimilað veiðar á 130 þúsund tonnum af þorski á næsta fiskveiðiári sem hefst þann 1. september. Er það sama magn og í fyrra en þá var kvótinn skorinn niður um 60 þúsund tonn. 1.7.2008 16:22 Í fangelsi fyrir fjórar vodkaflöskur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum stolið áfengi úr verslun ÁTVR á Akureyri í vor. 1.7.2008 16:11 Verð frekar hækkað í lágvöruverslunum Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að það vekji óneitanlega athygli að matarverð hafi hækkað mest í lágvöruverslunum undanfarna þrjá mánuði. ,,,Þegar verðið hækkar á annað borð þá kannski til að missa ekki alveg niður veltuna í dýrari verslunum er frekar hægt að hækka verðið í lágvöruverslunum," segir Henný. 1.7.2008 15:59 Lést á biðstofu og látin afskiptalaus - myndband Óhugnalegt myndband úr öryggismyndavél á geðspítala í Brooklyn sýnir 49 ára konu hníga í gólfið og gefa upp öndina. Konan var látin afskiptalaus í tæpan klukkutíma áður en öryggisverðir komu að henni. 1.7.2008 15:47 Stjórnvöld svara ESA innan mánaðar Íslensk stjórnvöld munu gera Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, grein fyrir afstöðu sinni til nýrrar niðurstöðu stofnunarinnar um Íbúðalánasjóð innan mánaðar. Þetta kemur fram á vef félags- og tryggingmálaráðuneytisins. 1.7.2008 15:40 Ekki búið að taka neina ákvörðun í Madeleine-málinu Ekki er búið að taka neina ákvörðun varðandi rannsókn á hvarfi hinnar bresku Madeileine McCann sagði fulltrúi Portúgals í dag. Komið hafði fram í portúgölskum fjölmiðlum að rannsókninni væri lokið vegna skorts á sönnunargögnum. 1.7.2008 15:19 Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. 1.7.2008 15:13 66°Norður gerir samning við danska herinn 66°Norður opnar nýja 300 fermetra sérverslun í Nørreport í Kaupmannahöfn í haust auk þess sem fyrirtækið mun opna verslun í Magasin du Nord í Árósum. 1.7.2008 15:12 Háseti fær fjórar millur frá ríkinu Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun var íslenska ríkinu gert skylt að greiða fyrrverandi háseta um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni RE-200, tæpa fjóra og hálfa milljóna króna. 1.7.2008 15:00 Mótmæla samdrætti RÚV á Vestfjörðum Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og tilheyrandi samdrætti í starfsemi svæðisstöð Ríkisútvarpsins á Ísafirði sem tilkynntar voru að hálfu yfirstjórnar félagsins í gær. 1.7.2008 14:49 Alltaf einhverjir óánægðir ,,Það eru alltaf einhverjir sem aldrei eru ánægðir en í heildina eru flestir sáttir," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og bætir við að sér hafi borist hrós frá íbúum sem þakka fyrir bréf sem embættið hefur undanfarið sent út til eigenda og íbúa í miðborginni. 1.7.2008 14:46 Matarverð hækkar mest í Bónus og Krónunni Matvöruverð hefur hækkað mest í Bónus og Krónunni undanfarna þrjá mánuði. Hækkunin er mest 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Í öðrum verslunarkeðjum er hækkunin á bilinu 3-4%. 1.7.2008 14:41 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1.7.2008 14:35 Dæmigerð viðbrögð við jákvæðri athygli á náttúruvernd Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt um að ferðamenn laðist að Kárahnjúkum og að stíflan væri orðin að vinsælum ferðamannastað. Ein af rökum náttúruverndarsinna gegn stíflunni var hins vegar að hún spillti hinni hreinu ímynd sem Ísland hefði út á við. Birgitta Jónsdóttir, náttúruverndarsinni taldi fréttina dæmigert neikvæð viðbrögð gegn hinni jákvæðu umræðu sem skapast hefur í kringum Náttúrutónleikana sem voru á laugardaginn. 1.7.2008 14:08 Harma aðför að „brottreknum“ Slökkviliðsstjóra Formaður félags slökkviliðsstjóra harmar þá aðför sem gerð var að Sigmundi Eyþórssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, eftir að hann hleypti Víkurfréttum inn á Tetra kerfi stöðvarinnar. 1.7.2008 13:50 Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1.7.2008 13:48 Sjötugur stútur undir stýri Sjötugur karlmaður var í hópi þeirra tólf ökumanna sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók fyrir ölvunarakstur um helgina. 1.7.2008 13:24 Mugabe vill ekki mynda þjóðstjórn Robert Mugabe, forseti Simbabve, vill ekki mynda þjóðstjórn í landinu 1.7.2008 13:18 Leitað vegna skemmdarverka á fallturni Lögregla leitar þriggja karlmanna um tvítugt sem sköpuðu stórhættu þegar þeir áttu við búnað fallturnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Árvekni starfsmanns kom í veg fyrir slys. 1.7.2008 13:12 Flóahreppur flokkar allan úrgang fyrstur sveitarfélaga í dreifbýli Flóahreppur hefur fyrst sveitarfélaga í dreifbýli tekið af skarið og samþykkt að allir íbúar hreppsins flokki allan úrgang frá heimilum sínum. Hreppurinn skrifaði undir samning við Íslenska gámafélagið í gær eftir fund með íbúum. 1.7.2008 13:04 ESB-ályktanir munu hafa áhrif á Evrópuumræðuna Ályktanir stærstu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins um að Íslendingar eigi að sækja um aðilda að Evrópubandalaginu munu hafa mikil áhrif á Evrópuumræðuna hér á landi að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 1.7.2008 13:03 Brugðist við slæmu lundavarpi Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær nýjar reglur um nytjar á lunda fyrir komandi lundaveiðitímabil. Um er að ræða tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins í Vestmannaeyjum á undaförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum. 1.7.2008 12:57 Tilgangslaust að samþykkja Lissabon-sáttmála Lech Kaczynski, forseti Póllands, ætlar ekki að samþykkja Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Það sé tilgangslaust fyrst Írar höfnuðu honum. Erfitt verk bíður því Frakka sem tóku á miðnætti við forystu í ESB. Frakklandsforseti segir Evrópubúa að missa trú á sambandinu. 1.7.2008 12:54 Starfsemi Landspítala skerðist strax ef til yfirvinnubanns kemur Kjarafundur milli hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins bar engan árangur í gær. Náist ekki samningar tekur yfirvinnubann gildi á spítölum 10.júlí. Komi til þess skerðist starfsemi spítalanna strax. 1.7.2008 12:47 Með hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður Lögfræðingar og verkfræðingar starfandi hjá hinu opinbera, með fimm ára háskólanám að baki, eru með að minnsta kosti hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður með sex ára háskólanám. Tugir ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör og nú er næsta samningafundar beðið. 1.7.2008 12:41 Leituðu fíkniefna í vegakantinum Einn ökumaður var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og þvagsýni sem hann gaf benti til amfetamínnotkunar. Bifreiðin var stöðvuðu aftur skömmu eftir að ökumanninum var sleppt og hafði hann þá útvegað annan ökumann í ökuhæfu ástandi. 1.7.2008 12:36 Læknar og samninganefnd ræða áfram saman Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins ákváðu á fundi sínum í dag halda áfram viðræðum um nýjan kjarasamning fyrir lækna sem starfa hjá ríkinu. 1.7.2008 12:23 Börn eiga að nota reiðhjólahjálma Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af börnum sem voru á reiðhjóli án reiðhjólahjálma í síðustu viku. 1.7.2008 12:11 Táknræn athöfn við Kennaraháskólann vegna sameiningar Sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands var fagnað á táknrænan hátt við húsnæði Kennarháskólans við Stakkahlíð í morgun þegar skilti Háskóla Íslands var formlega vígt. 1.7.2008 11:42 Staða Guðlaugs Þórs innan ríkisstjórninnar óljós Siv Friðleifsdóttir segir að staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar innan ríkisstjórnarflokkanna sé óljós. Siv segir svik við kvennastéttir og hringlandahátt varðandi nýbyggingu Landspítalans standa upp úr í heilbrigðismálum eftir fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar. 1.7.2008 11:32 Yfirmaður franska hersins segir af sér vegna skotóhapps Yfirmaður franska hersins, Bruno Cuche, hefur sagt af sér vegna atviks sem varð á hersýningu í Frakklandi um helgina. 1.7.2008 11:05 Sjá næstu 50 fréttir
Þrír myndaðir á Arnarhöfða Brot þriggja ökumanna voru mynduð í Arnarhöfða í Mosfellsbæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarhöfða í norðurátt, við Spóahöfða. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 31 ökutæki þessa akstursleið og því voru flestir ökumenn til fyrirmyndar. Bílar þessara þriggja sem óku of hratt eða yfir afskiptahraða mældust á um 40 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. 1.7.2008 21:13
Mikið hvassviðri á Landsmóti Nokkur tjöld hafa fokið á Landsmóti hestamanna sem nú er haldið á Hellu en töluvert hvasst er um sunnanvert landið. 1.7.2008 20:16
Landlækni ekki kunnugt um ótimabær dauðsföll Landlæknir segir að embættinu sé hvorki kunnugt um ótímbær dauðsföll sjúklinga á biðlista eftir opnum hjartaaðgerðum né hjartaþræðingum hér á landi. Heilbrigðisráðherra segir biðlista eftir hjartaþræðingum hafa styst verulega á þessu ári og unnið sé að því að stytta þá enn frekar. 1.7.2008 19:32
Almannavarnir vara við hvassviðri Nú er töluvert hvasst um sunnanvert landið. Mjög hvassar hviður eru sunnanundir Vatnajökli, einkum undir Öræfajökli. Við Sandfell í Öræfum hafa hviður farið yfir 40 m/s. Einnig eru hvassar hviður undir Eyjafjöllum. Búast má við að hvassviðrið standi fram á kvöld á suðaustanverðu landinu og fram á nótt á Suðurlandi og á miðhálendinu. 1.7.2008 18:08
Starfshópur hefur umsjón uppbyggingu eftir skjálfta Ríkissstjórnin ákvað í morgun að stofna hóp ráðuneytisstjóra og sveitarfélaganna á Suðurlandi til að hafa umsjón með uppbyggingarstarfi í þeim sveitarfélögum sem verst urðu úti í járðskjálftunum þar í lok maí. 1.7.2008 17:35
Helst hætta á hryðjuverkum við sendiráð Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur að möguleg skotmörk hryðjuverkamanna á Íslandi geti verið ferðamenn eða sendiráð erlendra ríkja. 1.7.2008 17:16
Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu transfitusýru Í grein í 24 stundum í dag var fjallað um bann við neyslu hertra fita, sem eru betur þekktar sem transfitusýrur, í New York fylki í Bandaríkjunum. Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu hertra fita og neyta svipað magn af þeim og Austur-Evrópubúar og Bandaríkjamenn. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er mælt með að neyslu transfitusýra fari ekki yfir 2 grömm á dag en hún er 3,6 grömm á dag að meðaltali á Íslandi. 1.7.2008 17:06
Þrettán líkamsárásir um helgina Þrettán líkamsárásir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en flestar voru þær minniháttar. Fáeinir þurftu samt að leita sér aðhlynningar á slysadeild en óttast var að einn hefði nefbrotnað en sá var sleginn í andlitið á dansgólfi skemmtistaðar í miðborginni. 1.7.2008 16:55
Stjórn Félags fréttamanna ósátt við stöðu Ríkisútvarpsins ohf. Stjórn Félags fréttamanna skorar á menntamálaráðherra, ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja Ríkisútvarpinu ohf. þær tekjur sem lofað var þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. 1.7.2008 16:54
Sleginn yfir skemmdarverkum á heimili byggingarfulltrúa Jakobi Frímann Magnússon miðborgarstjóri er sleginn yfir fregnum af árás skemmdarvarga á heimili Magnúsar Sædals, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, í gærkvöld. 1.7.2008 16:52
„Ótrúlegt að sitja undir svona skít“ Magnús Sædal byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar segir áreiti á opinbera embættismenn alvarlegt brot. Málningu var hent í hús hans í nótt og ókvæðisorð krotuð til að mótmæla fegrunarátaki borgarinnar. 1.7.2008 16:51
Grunur um starfsemi mansalshringa hér á landi Vísbendingar eru um að erlendir aðilar komi í auknum mæli að skipulögðu vændi á Íslandi og grunur leikur á að sú starfsemi tengist mansalshringum einkum í Austur-Evrópu. 1.7.2008 16:41
Málningu hent í hús byggingarfulltrúa „Við erum búin að kæra til lögreglu," segir Vilborg Gestsdóttir, eiginkona Magnúsar Sædals byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Í nótt var málningu hent í hús Magnúsar til að mótmæla framgöngu borgarinnar í umhverfisátakinu sem stendur nú yfir. 1.7.2008 16:27
Forseti Perú segir forseta Bólívíu að halda kjafti Forseti Perú Alan Garcia vill að starfsbróðir sinn í Bólívíu, Evo Morales haldi kjafti og hætti að skipta sér að innri málefnum Perú. Þetta sagði hann í dag þegar hann var spurður að viðbrögðum sínum við athugasemdum sem Morales gerði við náið samband Perú við Bandaríkin. 1.7.2008 16:24
Sami þorskkvóti í ár og í fyrra Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur heimilað veiðar á 130 þúsund tonnum af þorski á næsta fiskveiðiári sem hefst þann 1. september. Er það sama magn og í fyrra en þá var kvótinn skorinn niður um 60 þúsund tonn. 1.7.2008 16:22
Í fangelsi fyrir fjórar vodkaflöskur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum stolið áfengi úr verslun ÁTVR á Akureyri í vor. 1.7.2008 16:11
Verð frekar hækkað í lágvöruverslunum Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að það vekji óneitanlega athygli að matarverð hafi hækkað mest í lágvöruverslunum undanfarna þrjá mánuði. ,,,Þegar verðið hækkar á annað borð þá kannski til að missa ekki alveg niður veltuna í dýrari verslunum er frekar hægt að hækka verðið í lágvöruverslunum," segir Henný. 1.7.2008 15:59
Lést á biðstofu og látin afskiptalaus - myndband Óhugnalegt myndband úr öryggismyndavél á geðspítala í Brooklyn sýnir 49 ára konu hníga í gólfið og gefa upp öndina. Konan var látin afskiptalaus í tæpan klukkutíma áður en öryggisverðir komu að henni. 1.7.2008 15:47
Stjórnvöld svara ESA innan mánaðar Íslensk stjórnvöld munu gera Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, grein fyrir afstöðu sinni til nýrrar niðurstöðu stofnunarinnar um Íbúðalánasjóð innan mánaðar. Þetta kemur fram á vef félags- og tryggingmálaráðuneytisins. 1.7.2008 15:40
Ekki búið að taka neina ákvörðun í Madeleine-málinu Ekki er búið að taka neina ákvörðun varðandi rannsókn á hvarfi hinnar bresku Madeileine McCann sagði fulltrúi Portúgals í dag. Komið hafði fram í portúgölskum fjölmiðlum að rannsókninni væri lokið vegna skorts á sönnunargögnum. 1.7.2008 15:19
Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. 1.7.2008 15:13
66°Norður gerir samning við danska herinn 66°Norður opnar nýja 300 fermetra sérverslun í Nørreport í Kaupmannahöfn í haust auk þess sem fyrirtækið mun opna verslun í Magasin du Nord í Árósum. 1.7.2008 15:12
Háseti fær fjórar millur frá ríkinu Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun var íslenska ríkinu gert skylt að greiða fyrrverandi háseta um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni RE-200, tæpa fjóra og hálfa milljóna króna. 1.7.2008 15:00
Mótmæla samdrætti RÚV á Vestfjörðum Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og tilheyrandi samdrætti í starfsemi svæðisstöð Ríkisútvarpsins á Ísafirði sem tilkynntar voru að hálfu yfirstjórnar félagsins í gær. 1.7.2008 14:49
Alltaf einhverjir óánægðir ,,Það eru alltaf einhverjir sem aldrei eru ánægðir en í heildina eru flestir sáttir," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og bætir við að sér hafi borist hrós frá íbúum sem þakka fyrir bréf sem embættið hefur undanfarið sent út til eigenda og íbúa í miðborginni. 1.7.2008 14:46
Matarverð hækkar mest í Bónus og Krónunni Matvöruverð hefur hækkað mest í Bónus og Krónunni undanfarna þrjá mánuði. Hækkunin er mest 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Í öðrum verslunarkeðjum er hækkunin á bilinu 3-4%. 1.7.2008 14:41
Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1.7.2008 14:35
Dæmigerð viðbrögð við jákvæðri athygli á náttúruvernd Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt um að ferðamenn laðist að Kárahnjúkum og að stíflan væri orðin að vinsælum ferðamannastað. Ein af rökum náttúruverndarsinna gegn stíflunni var hins vegar að hún spillti hinni hreinu ímynd sem Ísland hefði út á við. Birgitta Jónsdóttir, náttúruverndarsinni taldi fréttina dæmigert neikvæð viðbrögð gegn hinni jákvæðu umræðu sem skapast hefur í kringum Náttúrutónleikana sem voru á laugardaginn. 1.7.2008 14:08
Harma aðför að „brottreknum“ Slökkviliðsstjóra Formaður félags slökkviliðsstjóra harmar þá aðför sem gerð var að Sigmundi Eyþórssyni, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, eftir að hann hleypti Víkurfréttum inn á Tetra kerfi stöðvarinnar. 1.7.2008 13:50
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1.7.2008 13:48
Sjötugur stútur undir stýri Sjötugur karlmaður var í hópi þeirra tólf ökumanna sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók fyrir ölvunarakstur um helgina. 1.7.2008 13:24
Mugabe vill ekki mynda þjóðstjórn Robert Mugabe, forseti Simbabve, vill ekki mynda þjóðstjórn í landinu 1.7.2008 13:18
Leitað vegna skemmdarverka á fallturni Lögregla leitar þriggja karlmanna um tvítugt sem sköpuðu stórhættu þegar þeir áttu við búnað fallturnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Árvekni starfsmanns kom í veg fyrir slys. 1.7.2008 13:12
Flóahreppur flokkar allan úrgang fyrstur sveitarfélaga í dreifbýli Flóahreppur hefur fyrst sveitarfélaga í dreifbýli tekið af skarið og samþykkt að allir íbúar hreppsins flokki allan úrgang frá heimilum sínum. Hreppurinn skrifaði undir samning við Íslenska gámafélagið í gær eftir fund með íbúum. 1.7.2008 13:04
ESB-ályktanir munu hafa áhrif á Evrópuumræðuna Ályktanir stærstu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins um að Íslendingar eigi að sækja um aðilda að Evrópubandalaginu munu hafa mikil áhrif á Evrópuumræðuna hér á landi að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 1.7.2008 13:03
Brugðist við slæmu lundavarpi Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær nýjar reglur um nytjar á lunda fyrir komandi lundaveiðitímabil. Um er að ræða tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins í Vestmannaeyjum á undaförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum. 1.7.2008 12:57
Tilgangslaust að samþykkja Lissabon-sáttmála Lech Kaczynski, forseti Póllands, ætlar ekki að samþykkja Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Það sé tilgangslaust fyrst Írar höfnuðu honum. Erfitt verk bíður því Frakka sem tóku á miðnætti við forystu í ESB. Frakklandsforseti segir Evrópubúa að missa trú á sambandinu. 1.7.2008 12:54
Starfsemi Landspítala skerðist strax ef til yfirvinnubanns kemur Kjarafundur milli hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins bar engan árangur í gær. Náist ekki samningar tekur yfirvinnubann gildi á spítölum 10.júlí. Komi til þess skerðist starfsemi spítalanna strax. 1.7.2008 12:47
Með hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður Lögfræðingar og verkfræðingar starfandi hjá hinu opinbera, með fimm ára háskólanám að baki, eru með að minnsta kosti hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður með sex ára háskólanám. Tugir ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör og nú er næsta samningafundar beðið. 1.7.2008 12:41
Leituðu fíkniefna í vegakantinum Einn ökumaður var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og þvagsýni sem hann gaf benti til amfetamínnotkunar. Bifreiðin var stöðvuðu aftur skömmu eftir að ökumanninum var sleppt og hafði hann þá útvegað annan ökumann í ökuhæfu ástandi. 1.7.2008 12:36
Læknar og samninganefnd ræða áfram saman Samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins ákváðu á fundi sínum í dag halda áfram viðræðum um nýjan kjarasamning fyrir lækna sem starfa hjá ríkinu. 1.7.2008 12:23
Börn eiga að nota reiðhjólahjálma Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af börnum sem voru á reiðhjóli án reiðhjólahjálma í síðustu viku. 1.7.2008 12:11
Táknræn athöfn við Kennaraháskólann vegna sameiningar Sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands var fagnað á táknrænan hátt við húsnæði Kennarháskólans við Stakkahlíð í morgun þegar skilti Háskóla Íslands var formlega vígt. 1.7.2008 11:42
Staða Guðlaugs Þórs innan ríkisstjórninnar óljós Siv Friðleifsdóttir segir að staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar innan ríkisstjórnarflokkanna sé óljós. Siv segir svik við kvennastéttir og hringlandahátt varðandi nýbyggingu Landspítalans standa upp úr í heilbrigðismálum eftir fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar. 1.7.2008 11:32
Yfirmaður franska hersins segir af sér vegna skotóhapps Yfirmaður franska hersins, Bruno Cuche, hefur sagt af sér vegna atviks sem varð á hersýningu í Frakklandi um helgina. 1.7.2008 11:05