Innlent

Leituðu fíkniefna í vegakantinum

Einn ökumaður var handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og þvagsýni sem hann gaf benti til amfetamínnotkunar. Bifreiðin var stöðvuðu aftur skömmu eftir að ökumanninum var sleppt og hafði hann þá útvegað annan ökumann í ökuhæfu ástandi.

Nú var farþegi sem í bílnum var handtekinn vegna gruns um að hann væri með fíkniefni á sér. Fundust á honum hass og amfetamín. Auk þess höfðu lögreglumenn fundið nokkuð af amfetamíni í vegkantinum rétt hjá þar sem bifreiðin hafði verið stöðvuð. Þeir fylgdust síðan með raunalegri leit farþeganna úr bifreiðinni í vegkantinum áður en þeir handtóku farþegann sem hafði verið ökumaður skömmu áður, nú með fíkniefni á sér. Þetta kemur fram i dagbók lögreglunnar á Akranesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×