Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu transfitusýru 1. júlí 2008 17:06 Siv Friðleifsdóttir Í grein í 24 stundum í dag var fjallað um bann við neyslu hertra fita, sem eru betur þekktar sem transfitusýrur, í New York fylki í Bandaríkjunum. Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu hertra fita og neyta svipað magn af þeim og Austur-Evrópubúar og Bandaríkjamenn. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er mælt með að neyslu transfitusýra fari ekki yfir 2 grömm á dag en hún er 3,6 grömm á dag að meðaltali á Íslandi. Tillaga um slíkt bann var lögð fyrir á síðasta þingi og var Siv Friðleifsdóttir fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Siv að ekki hafi náðst að leggja málið fram á síðasta þingi en hún ætlaði að endurflytja það í haust. ,,Ég tel ráðlegt að farið yrði dönsku leiðina í takmörkun á transfitusýrumagni en hún gengur út á að ekki sé meira en 2% hert fita af fitumagni tiltekinnar vöru," sagði Siv. Samkvæmt upplýsingum frá Siv getur það hlutfall farið allt upp í 60% hér á landi. Hún benti á að ef neytt væri 5 grömm af hertri fitu á dag þá væri 25% meiri líkur á hjarta-og æðasjúkdómum og því myndu slíkar reglur þýða sparnað í heilbrigðisgeiranum. Ástæða þess að svo óhollar fitur eru notaðar er að sögn Sivjar sú að geymsluþol vörunnar eykst verulega þegar fitan er hert. Fitur þessar eru helst að finna í vörum sem börn og unglingar sækjast mikið í eins og snakk, sælgæti, kökum og kexi. Einnig eru þær að finna í vörum eins og smjörlíki og steikingarfeiti en Siv benti á í því samhengi að töluvert væri búið að ná meðaltalsneyslunni niður á Íslandi meðal annars vegna þess að búið væri að breyta innihaldi smjörlíkis. Þegar Danir settu sín lög var reynt að kæra þá til Evrópudómstóls þar sem talið væri um viðskiptahindrun að ræða en dómstóllinn þótti nægar vísindalegar sannanir liggja fyrir skaðsemi fitanna þannig að málið var dregið tilbaka. ,,Sumir vilja fara þá leið að setja merkingar á vörur en þær eru ekki til staðar á Íslandi í dag, en ég held að það væri auðveldara fyrir fólk að hafa skýrar reglur um þetta en þurfa alltaf að stauta sig fram úr merkingum," sagði Siv að lokum. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í grein í 24 stundum í dag var fjallað um bann við neyslu hertra fita, sem eru betur þekktar sem transfitusýrur, í New York fylki í Bandaríkjunum. Íslendingar eiga Norðurlandamet í neyslu hertra fita og neyta svipað magn af þeim og Austur-Evrópubúar og Bandaríkjamenn. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er mælt með að neyslu transfitusýra fari ekki yfir 2 grömm á dag en hún er 3,6 grömm á dag að meðaltali á Íslandi. Tillaga um slíkt bann var lögð fyrir á síðasta þingi og var Siv Friðleifsdóttir fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Siv að ekki hafi náðst að leggja málið fram á síðasta þingi en hún ætlaði að endurflytja það í haust. ,,Ég tel ráðlegt að farið yrði dönsku leiðina í takmörkun á transfitusýrumagni en hún gengur út á að ekki sé meira en 2% hert fita af fitumagni tiltekinnar vöru," sagði Siv. Samkvæmt upplýsingum frá Siv getur það hlutfall farið allt upp í 60% hér á landi. Hún benti á að ef neytt væri 5 grömm af hertri fitu á dag þá væri 25% meiri líkur á hjarta-og æðasjúkdómum og því myndu slíkar reglur þýða sparnað í heilbrigðisgeiranum. Ástæða þess að svo óhollar fitur eru notaðar er að sögn Sivjar sú að geymsluþol vörunnar eykst verulega þegar fitan er hert. Fitur þessar eru helst að finna í vörum sem börn og unglingar sækjast mikið í eins og snakk, sælgæti, kökum og kexi. Einnig eru þær að finna í vörum eins og smjörlíki og steikingarfeiti en Siv benti á í því samhengi að töluvert væri búið að ná meðaltalsneyslunni niður á Íslandi meðal annars vegna þess að búið væri að breyta innihaldi smjörlíkis. Þegar Danir settu sín lög var reynt að kæra þá til Evrópudómstóls þar sem talið væri um viðskiptahindrun að ræða en dómstóllinn þótti nægar vísindalegar sannanir liggja fyrir skaðsemi fitanna þannig að málið var dregið tilbaka. ,,Sumir vilja fara þá leið að setja merkingar á vörur en þær eru ekki til staðar á Íslandi í dag, en ég held að það væri auðveldara fyrir fólk að hafa skýrar reglur um þetta en þurfa alltaf að stauta sig fram úr merkingum," sagði Siv að lokum.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira