Innlent

„Ótrúlegt að sitja undir svona skít“

SB skrifar
Magnús Sædal byggingarfulltrúi. Segir ótrúlegt að sitja undir svona skítkasti.
Magnús Sædal byggingarfulltrúi. Segir ótrúlegt að sitja undir svona skítkasti.

Magnús Sædal byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar segir áreiti á opinbera embætismenn alvarlegt brot. Málningu var hent í hús hans í nótt og ókvæðisorð krotuð til að mótmæla fegrunarátaki borgarinnar.

„Ég kvaddi til lögreglu og mun fylgja þessu máli eftir alla leið. Áreiti á opinbera embættismenn er mjög alvarlegt brot," segir Magnús.

Mennirnir sendu tölvupóst á fjölmiðla nú fyrir skömmu þar sem þeir lýsa ódæðinu á hendur sér. Þeir segja borgina hafa gengið of hart fram í fegrunarátakinu þar sem um 500 einstaklingum hafi verið gefinn tímafrestur til 1. ágúst til að lagfæra garða og hús.

„Magnús og allir þeir aðrir sem standa á bakvið þetta átak: Takið til í ykkar óreiðuhausum og látið annað fólk í friði," segir í póstinum sem er nafnlaus.

Magnús hafði ekki séð póstinn. "Ég held að þessir menn ættu frekar að taka til í sínum eigin haus," segir hann um ummæli þeirra.

Eiginkona Magnúsar sagði í viðtali við Vísi að dóttir þeirra hefði vaknað í nótt, heyrt læti og séð nokkra menn hlaupa burt frá húsinu. Auk þess að kasta málningu á það hafi verið krotuð ókvæðisorð eins og: 1,2 og Reykjavík, farðu í rassgat.

„Það er ótrúlegt að þjónusta borgarbúa Reykjavíkur og sitja svo undir svona skít," segir Magnús.






Tengdar fréttir

Málningu hent í hús byggingarfulltrúa

„Við erum búin að kæra til lögreglu," segir Vilborg Gestsdóttir, eiginkona Magnúsar Sædals byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Í nótt var málningu hent í hús Magnúsar til að mótmæla framgöngu borgarinnar í umhverfisátakinu sem stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×