Innlent

Sjötugur stútur undir stýri

Sjötugur karlmaður var í hópi þeirra tólf ökumanna sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók fyrir ölvunarakstur um helgina.

Tíu ökumannanna voru teknir í Reykjavík, einn í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ en um var að ræða níu karla og þrjár konur. Fjórir af þessum ökumönnum reyndust jafnframt vera próflausir.

Í frétt lögreglunnar kemur enn fremur fram að tveir hafi verið teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna um helgina. Báðir voru stöðvaðir í Reykjavík aðfaranótt mánudags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×