Innlent

Sleginn yfir skemmdarverkum á heimili byggingarfulltrúa

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri.
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri.

Jakobi Frímann Magnússon miðborgarstjóri er sleginn yfir fregnum af árás skemmdarvarga á heimili Magnúsar Sædals, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, í gærkvöld.

,,Ég veit ekki betur en að Magnús sé að sinna skyldum sínum og störfum í samræmi við gildandi lög og reglur. Ég þekki manninn af góðu einu," segir Jakob.

Jakob telur það vera alvarlegan hlut ef starfsmenn borgarinnar eru látnir persónulega gjalda fyrir að vinna vinnuna sína ,,Öllum er ljóst að gildandi lög og reglur um umgengni í höfuðborginni voru ekki skrifaðar af Magnúsi eða neinum núverandi starfsmönnum," segir Jakob.

Á hús Magnús var krotað: 1,2 og Reykjavík - farðu í rassgat. Jakob segist ekki vita til þess að Magnús hafi komið að verkefninu 1, 2 og Reykjavík. ,,Verkefnið var einmitt ætlað til að hlusta eftir röddum fólks í öllum hverfum borgarinnar. Hér er bersýnilega verið að hengja bakara fyrir smið og vonandi er um einstakt tilfelli að ræða," segir Jakob.




Tengdar fréttir

Alltaf einhverjir óánægðir

,,Það eru alltaf einhverjir sem aldrei eru ánægðir en í heildina eru flestir sáttir," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og bætir við að sér hafi borist hrós frá íbúum sem þakka fyrir bréf sem embættið hefur undanfarið sent út til eigenda og íbúa í miðborginni.

Málningu hent í hús byggingarfulltrúa

„Við erum búin að kæra til lögreglu," segir Vilborg Gestsdóttir, eiginkona Magnúsar Sædals byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Í nótt var málningu hent í hús Magnúsar til að mótmæla framgöngu borgarinnar í umhverfisátakinu sem stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×