Innlent

Starfshópur hefur umsjón uppbyggingu eftir skjálfta

MYND/E.Ól

Ríkissstjórnin ákvað í morgun að stofna hóp ráðuneytisstjóra og sveitarfélaganna á Suðurlandi til að hafa umsjón með uppbyggingarstarfi í þeim sveitarfélögum sem verst urðu úti í járðskjálftunum þar í lok maí.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta svipað fyrirkomulag og haft var á eftir jarðskjálftanna sem urðu á Suðurlandi árið 2000. Hópurinn sé stofnaður til að koma endurreisnarstarfinu í fastan og góðan farveg. Reynslan sýni að það séu alltaf eftirmál eftir hamfarir sem þessar sem taki tíma til að vinna úr og hópurinn eigi að sinna þeim verkefnum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×