Innlent

Almannavarnir vara við hvassviðri

Undir Eyjafjöllum
Undir Eyjafjöllum

Nú er töluvert hvasst um sunnanvert landið. Mjög hvassar hviður eru sunnanundir Vatnajökli, einkum undir Öræfajökli. Við Sandfell í Öræfum hafa hviður farið yfir 40 m/s. Einnig eru hvassar hviður undir Eyjafjöllum. Búast má við að hvassviðrið standi fram á kvöld á suðaustanverðu landinu og fram á nótt á Suðurlandi og á miðhálendinu.

Almannavarnir hvetja vegfarendur til að fylgjast vel með veðurspá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×