Innlent

Alltaf einhverjir óánægðir

Magnús Már Guðmundsson skrifar

,,Það eru alltaf einhverjir sem aldrei eru ánægðir en í heildina eru flestir sáttir," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og bætir við að sér hafi borist hrós frá íbúum sem þakka fyrir bréf sem embættið hefur undanfarið sent út til eigenda og íbúa í miðborginni. ,,Það er oft sem fólk kemur ekki hlutunum af stað út af meðeigendunum," segir Magnús.

Undanfarin misseri hafa borgaryfirvöld staðið fyrir átaki sem miðar að því að fá eigendur húsa í miðborginni til að bregaðst við niðurníslu og bæta nánasta umhverfi sitt.

Magnús segir opinberar byggingar fá sömu meðhöndlun og fasteignir í einkaeigu. ,,Það eru allir jafnir hvað það varðar," segir Magnús.

Magnús viðurkennir að ekki er nægjanlega skilmerkilegt í bréfunum að fólk á kost á því að semja um nýjar dagsetningar. Hann segir bréfin vera áskorun og að dagsetningarnar séu viðmið.

Ákveðins misskilings hefur gætt í fjölmiðlum um hótanir og dagsektir að mati Magnúsar. ,,Sektir og einstök mál þarf að samþykja sérstaklega í borgarráði. Eigendur fá þá bréf og tækifæri til að andmæla," segir Magnús.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×