Innlent

Í fangelsi fyrir fjórar vodkaflöskur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum stolið áfengi úr verslun ÁTVR á Akureyri í vor. Í öllum tilvikum stal maðurinn vodkaflösku af gerðinni Eldur Ís.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann á að baki nokkurn sakaferil. Að teknu tilliti til hans þótt dómnum eðlilegt að dæma manninn í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×