Fleiri fréttir Herra Ólafur Skúlason biskup jarðsunginn Herra Ólafur Skúlason biskup var jarðsunginn í Bústaðakirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Um hundrað prestar voru við athöfnina en það sonur Ólafs, Skúli, sem jarðsöng föður sinn. 19.6.2008 16:18 Allt brjálað á Bíladögum - myndband „Ég veit ekki af hverju þeir voru að þessu, ég held að ég hafi ekki gert neitt,“ segir Jens Kristjánsson, einn af gestum Bíladaga á Akureyri sem lauk fyrir stuttu. Hann var handtekinn af lögreglunni og inni á YouTube má sjá myndband af atvikinu þar sem einn lögregluþjónn notar hnéð á sér til þess að þrýsta andliti Jens niður í stéttina. 19.6.2008 16:09 Fyrrverandi starfsmenn Fasteignamats fá bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Fasteignamat ríkisins til þess að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar samtals 2,1 milljón króna í bætur vegna ólögmætrar niðurlagningar starfs og uppsagnar. 19.6.2008 15:49 Hafa miklar áhyggjur af vinnustöðvunum flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra vinnustöðvana flugumferðarstjóra sem boðaðar hafa verið frá og með 27. júní til 20. júlí. 19.6.2008 15:30 Íslendings leitað Bandaríska og kanadíska strandgæslan hafa í sameiningu staðið fyrir umfangsmikilli leit að seglskútu í eigu Íslendings á hafsvæðinu milli Bermuda og Nýfundnalands undanfarna daga. 19.6.2008 14:30 Árni stendur með foreldrum fatlaðra Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vita að aðstæður foreldra fatlaðra barna eru ,,víða erfiðar og við viljum standa með þeim." 19.6.2008 13:59 Fangelsi er ekkert hótel Fréttin um Idol-stjörnuna Kalla Bjarna sem spilar golf og skrifar barnabók á Kvíabryggju hefur vakið sterk viðbrögð almennings. Erlendur Baldursson hjá fangelsismálastofnun segir Kvíabryggju ekkert hótel þrátt fyrir golfvöll og ný rúm. 19.6.2008 13:58 Hafna beiðni Strawberries um leyfi til nektardans Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að hafna beiðni skemmtistaðarins Strawberries um undanþágu til að reka nektardansstað. 19.6.2008 13:26 Rökstuðningur ráðherra vekur upp spurningar Bjarni Vestmann segir rökstuðning utanríkisráðherra fyrir ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar vekja fleiri spurningar en svör. 19.6.2008 13:25 Hernum sigað á stuðningsmenn Suu Kyi í Búrma Stjórnvöld í Búrma siguðu hernum á stuðningsmenn Aung San Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar þegar þeir kröfðust þess í dag að hún yrði látin laus úr stofufangelsi. 19.6.2008 13:15 Stórátak í aðgengi að ferðamannastöðum á Reykjanesi Ferðaþjónustusamtök á Reykjanesi ætla að gera stórátkak í að bæta aðgengi að helstu ferðamannastöðum á svæðinu og ætla að fá Hitaveitu Suðurnesja í lið með sér. Örar landslagsbreytingar hafa þó sett strik í reikninginn. 19.6.2008 13:00 Haga viðurkenndi að hún hefði hugsanlega gert mistök Áslaug Marie Haga formaður norska Miðflokksins og olíu- og orkumálaráðherra sagði af sér í morgun. Ráðherrann hefur verið sökuð um skattsvik og hún viðurkenndi í morgun að hugsanlega hefði henni orðið á einhver mistök. 19.6.2008 12:57 BHM fundaði með ráðherrum um kjaramál Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Bandalags háskólamanna nú skömmu fyrir hádegi en fundinn sátu einnig fjármála- og utanríkisráðherra. 19.6.2008 12:49 Miðborgarþjónar verða í bænum um helgar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um sérstaka miðborgarþjóna í bænum um helgar. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja vikna. 19.6.2008 12:35 Jafnréttissetur stofnað og bleikir steinar afhentir á kvennadegi Kvenrréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Femínistafélag Íslands afhenti bleiku steinana við hátíðlega athöfn í morgun en í fyrsta skipti var móttöku þeirra hafnað. 19.6.2008 12:27 Stelpur á siglinganámskeiði gleymdust út á sjó Tvær stelpur á siglinganámskeiði í Nauthólsvík gleymdust út á sjó í gær. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en faðir annarar stúlkunnar kom til að sækja hana. "Misbrestur," segir starfsmaður Siglunes. 19.6.2008 12:17 Spyrja hvað sé til sölu á eftir Hvammsvík Fulltrúar minnihlutans í borgarráði lögðu í morgun fram spurningar vegna fyrirhugaðrar sölu Orkuveitur Reykjavíkur á jörðinni Hvammsvík í Hvalfirði. 19.6.2008 12:03 Hannes vill rannsókn á Baugsmálinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill að aðdragandi Baugsmálsins verður rannsakaður. Þetta kom fram í spjallþætti á Útvarpi Sögu í gær. 19.6.2008 11:59 Eingöngu konur á bæjarstjórnarfundi Vestmannaeyja Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að í tilefni þess að kvennadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag verður fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar eingöngu skipaður kvenfulltrúum. 19.6.2008 11:50 Einkaflugvélin kostaði 245 þúsund krónur Flugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir tók á leigu til að fljúga norður í land kostaði 245 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. 19.6.2008 11:49 Samþykktu samning BSRB við ríkið Ríkisstarfsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar samþykktu kjarasamning BSRB við ríkið með 92,5 prósentum atkvæða eftir því sem segir á heimasíðu BSRB. 19.6.2008 11:37 Hafnar alfarið að þjónusta við fatlaða sé verri á Suðurnesjum Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hafnar alfarið að þjónustan sé lakari á Suðurnesjum miðað við höfuðborgarsvæðið. 19.6.2008 11:34 Kostnaður við einkaflugvél óljós Einkaflugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra leigði þegar hún flaug norður á Skaga í fyrradag vegna ísbjarnar var frá flugfélaginu Erni. Ásamt ráðherra voru sex starfsmenn ráðuneytisins með í för. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu á eftir að meta kostnaðinn við ferðina. 19.6.2008 11:16 Danskur dómstóll: Það má gera grín að Múhameð Vestri-Landsréttur í Viborg í Danmörku komst að því í morgun að teikning Kurts Wetergaards, teiknara Jótlandspóstins, af Múhameð spámanni með sprengju í túrbani brjóti ekki gegn lögum og sé ekki ærumeiðandi. 19.6.2008 11:08 Sýknaður af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær karlmann af ákæru um að hafa fyrr á þessu ári nauðgað fjórtán ára stúlku í tvígang og fyrir tilraun til nauðgunar. 19.6.2008 10:50 Vörukarfan lækkar í Krónunni og Bónus milli vikna Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í lágvöruversluninni Kaskó, um 3,4 prósent, á milli verðmælinga Alþýðusambandsins í fyrstu og annarri viku júnímánaðar. 19.6.2008 10:37 Hannes lektor vegna skoðana sinna Svanur Kristjánsson prófessor segir Hannes Hólmstein eingöngu hafa hlotið leiktorsstöðu við Háskóla Íslands vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika. 19.6.2008 10:19 Fíkniefnabrot nærri fjórðungi færri í maí í ár en í fyrra Fíkinefnabrot í nýliðnum maí reynust nærri fjórðungi færri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölfræði Ríkislögreglustjóra. 19.6.2008 10:17 Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar." 19.6.2008 09:18 Haga hefur sagt af sér Aaslaug Haga, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér. Jafnframt lætur hún af formennsku í Miðflokknum norska. 19.6.2008 09:05 Bandaríkjamenn hafa týnt bunka af kjarnavopnum Mörg hundruð hlutar úr kjarnorkuvopnum er meðal þess sem bandaríski flugherinn hefur ekki hugmynd um hvar er niður komið. 19.6.2008 08:57 Eldur í gistihúsi á Reyðarfirði Lögreglu var tilkynnt um að eldur væri laus í kaffi og gistiheimilinu Hjá Marlín á Reyðarfirði klukkan fjögur í nótt og að slökkvilið Fjarðabyggðar væri á leið á staðinn. 19.6.2008 08:55 Femínistafélagið afhendir Bleiku steinana Femínistafélag Íslands mun í dag afhenda hvatningarverðlaun sín Bleiku steinana. Tilgangur verðlaunanna er að hvetja þá aðila sem stöðu sinnar vegna geta haft áhrif á framgang jafnréttis í íslensku samfélagi. Afhendingin fer fram á Austurvelli við styttuna af Jóni Sigurðssyni nú klukkan ellefu. 19.6.2008 08:10 Vopn fundust í íbúð Bandidos-manna Hríðskotarifflar og sprengiefni var meðal þess sem lögregla á Norður-Sjálandi í Danmörku lagði hald á í gær þegar ráðist var til inngöngu í íbúð sem fjórir félagar bifhjólasamtakanna Bandidos héldu til í. 19.6.2008 08:08 Segja þúsund hafa horfið í Tíbet Mannréttindasamtökin Amnesty International halda því fram að eitt þúsund manns, sem teknir voru til fanga í óeirðum í Tíbet í vor, hafi horfið sporlaust. 19.6.2008 07:54 Skipulagsyfirvöld í New York lesa De Niro pistilinn Leikarinn Robert De Niro, sem nú er um það bil að hefja hótelrekstur í New York-borg, var kallaður fyrir skipulagsnefnd borgarinnar á þriðjudaginn. 19.6.2008 07:22 Leitaði drápsleiðbeininga á Google Rannsóknarlögreglumaður í Medford í Bretlandi bar fyrir rétti í vikunni að maður sem ákærður er fyrir að myrða konu sína og dóttur hafi notað leitarvélina Google til að afla sér leiðbeininga um drápsaðferðir. 19.6.2008 07:19 Tjón á ökrum hleypur á milljörðum Mississippi-fljótið flæðir nú yfir bakka sína og hleypur tjónið á ökrum Miðvesturríkja Bandaríkjanna á milljörðum dollara. 19.6.2008 07:14 Enn fjölgar fótunum Ekkert lát virðist vera á aflimuðum fótum í sjónum vestan við Kanada. Sjötti fóturinn rak þar á land í gær, degi eftir að sá fimmti fannst á floti skammt undan ströndinni. 19.6.2008 07:12 Hættur við hringferð á kajak Bandaríski kajakræðarinn Marcus Demuth hafði samband við Landhelgisgæsluna í gær og tilkynnti henni að hann væri hættur við hringferð sína um landið. 19.6.2008 07:09 Norðurlöndin auka samstarf í utanríkis- og varnarmálum Mikill áhugi er nú á því að auka samstarf Norðurlandanna á sviði utanríkis- og varnarmála enn frekar. 19.6.2008 06:53 Obama með forskot á McCain Barack Obama hefur forskot á John McCain í þremur af mikilvægustu fylkjunum í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Spennan er því farin að magnast í komandi forsetakosningum en Obama hefur 12 prósenta forskot. 18.6.2008 22:13 Enginn ísbjörn sjáanlegur í eftirlitsflugi Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlitsflugi á Vestfjörðum þar sem flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum. 18.6.2008 19:52 Tvö innbrot í Breiðholti Tilkynnt var um tvö innbrot í Breiðholti til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ekki er vitað hversu miklu var stolið en biður lögreglan fólk um að huga að íbúðum sínum á þessum árstíma. Frá klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um þrettán árekstra til lögreglunnar. 18.6.2008 20:44 Borgarísjaki sást í ískönnunarflugi Í dag fór Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnunin hófst klukkan 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ísröndinni fylgt þaðan til norð-austurs. Ísröndin reyndist vera næst landi 70 sjómílur NNV af Straumnesi og 77 sjómílur NV af Barða. 18.6.2008 22:51 Sjá næstu 50 fréttir
Herra Ólafur Skúlason biskup jarðsunginn Herra Ólafur Skúlason biskup var jarðsunginn í Bústaðakirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Um hundrað prestar voru við athöfnina en það sonur Ólafs, Skúli, sem jarðsöng föður sinn. 19.6.2008 16:18
Allt brjálað á Bíladögum - myndband „Ég veit ekki af hverju þeir voru að þessu, ég held að ég hafi ekki gert neitt,“ segir Jens Kristjánsson, einn af gestum Bíladaga á Akureyri sem lauk fyrir stuttu. Hann var handtekinn af lögreglunni og inni á YouTube má sjá myndband af atvikinu þar sem einn lögregluþjónn notar hnéð á sér til þess að þrýsta andliti Jens niður í stéttina. 19.6.2008 16:09
Fyrrverandi starfsmenn Fasteignamats fá bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Fasteignamat ríkisins til þess að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar samtals 2,1 milljón króna í bætur vegna ólögmætrar niðurlagningar starfs og uppsagnar. 19.6.2008 15:49
Hafa miklar áhyggjur af vinnustöðvunum flugumferðarstjóra Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra vinnustöðvana flugumferðarstjóra sem boðaðar hafa verið frá og með 27. júní til 20. júlí. 19.6.2008 15:30
Íslendings leitað Bandaríska og kanadíska strandgæslan hafa í sameiningu staðið fyrir umfangsmikilli leit að seglskútu í eigu Íslendings á hafsvæðinu milli Bermuda og Nýfundnalands undanfarna daga. 19.6.2008 14:30
Árni stendur með foreldrum fatlaðra Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vita að aðstæður foreldra fatlaðra barna eru ,,víða erfiðar og við viljum standa með þeim." 19.6.2008 13:59
Fangelsi er ekkert hótel Fréttin um Idol-stjörnuna Kalla Bjarna sem spilar golf og skrifar barnabók á Kvíabryggju hefur vakið sterk viðbrögð almennings. Erlendur Baldursson hjá fangelsismálastofnun segir Kvíabryggju ekkert hótel þrátt fyrir golfvöll og ný rúm. 19.6.2008 13:58
Hafna beiðni Strawberries um leyfi til nektardans Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að hafna beiðni skemmtistaðarins Strawberries um undanþágu til að reka nektardansstað. 19.6.2008 13:26
Rökstuðningur ráðherra vekur upp spurningar Bjarni Vestmann segir rökstuðning utanríkisráðherra fyrir ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar vekja fleiri spurningar en svör. 19.6.2008 13:25
Hernum sigað á stuðningsmenn Suu Kyi í Búrma Stjórnvöld í Búrma siguðu hernum á stuðningsmenn Aung San Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar þegar þeir kröfðust þess í dag að hún yrði látin laus úr stofufangelsi. 19.6.2008 13:15
Stórátak í aðgengi að ferðamannastöðum á Reykjanesi Ferðaþjónustusamtök á Reykjanesi ætla að gera stórátkak í að bæta aðgengi að helstu ferðamannastöðum á svæðinu og ætla að fá Hitaveitu Suðurnesja í lið með sér. Örar landslagsbreytingar hafa þó sett strik í reikninginn. 19.6.2008 13:00
Haga viðurkenndi að hún hefði hugsanlega gert mistök Áslaug Marie Haga formaður norska Miðflokksins og olíu- og orkumálaráðherra sagði af sér í morgun. Ráðherrann hefur verið sökuð um skattsvik og hún viðurkenndi í morgun að hugsanlega hefði henni orðið á einhver mistök. 19.6.2008 12:57
BHM fundaði með ráðherrum um kjaramál Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Bandalags háskólamanna nú skömmu fyrir hádegi en fundinn sátu einnig fjármála- og utanríkisráðherra. 19.6.2008 12:49
Miðborgarþjónar verða í bænum um helgar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um sérstaka miðborgarþjóna í bænum um helgar. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja vikna. 19.6.2008 12:35
Jafnréttissetur stofnað og bleikir steinar afhentir á kvennadegi Kvenrréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Femínistafélag Íslands afhenti bleiku steinana við hátíðlega athöfn í morgun en í fyrsta skipti var móttöku þeirra hafnað. 19.6.2008 12:27
Stelpur á siglinganámskeiði gleymdust út á sjó Tvær stelpur á siglinganámskeiði í Nauthólsvík gleymdust út á sjó í gær. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en faðir annarar stúlkunnar kom til að sækja hana. "Misbrestur," segir starfsmaður Siglunes. 19.6.2008 12:17
Spyrja hvað sé til sölu á eftir Hvammsvík Fulltrúar minnihlutans í borgarráði lögðu í morgun fram spurningar vegna fyrirhugaðrar sölu Orkuveitur Reykjavíkur á jörðinni Hvammsvík í Hvalfirði. 19.6.2008 12:03
Hannes vill rannsókn á Baugsmálinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill að aðdragandi Baugsmálsins verður rannsakaður. Þetta kom fram í spjallþætti á Útvarpi Sögu í gær. 19.6.2008 11:59
Eingöngu konur á bæjarstjórnarfundi Vestmannaeyja Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að í tilefni þess að kvennadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag verður fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar eingöngu skipaður kvenfulltrúum. 19.6.2008 11:50
Einkaflugvélin kostaði 245 þúsund krónur Flugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir tók á leigu til að fljúga norður í land kostaði 245 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. 19.6.2008 11:49
Samþykktu samning BSRB við ríkið Ríkisstarfsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar samþykktu kjarasamning BSRB við ríkið með 92,5 prósentum atkvæða eftir því sem segir á heimasíðu BSRB. 19.6.2008 11:37
Hafnar alfarið að þjónusta við fatlaða sé verri á Suðurnesjum Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi hafnar alfarið að þjónustan sé lakari á Suðurnesjum miðað við höfuðborgarsvæðið. 19.6.2008 11:34
Kostnaður við einkaflugvél óljós Einkaflugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra leigði þegar hún flaug norður á Skaga í fyrradag vegna ísbjarnar var frá flugfélaginu Erni. Ásamt ráðherra voru sex starfsmenn ráðuneytisins með í för. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu á eftir að meta kostnaðinn við ferðina. 19.6.2008 11:16
Danskur dómstóll: Það má gera grín að Múhameð Vestri-Landsréttur í Viborg í Danmörku komst að því í morgun að teikning Kurts Wetergaards, teiknara Jótlandspóstins, af Múhameð spámanni með sprengju í túrbani brjóti ekki gegn lögum og sé ekki ærumeiðandi. 19.6.2008 11:08
Sýknaður af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær karlmann af ákæru um að hafa fyrr á þessu ári nauðgað fjórtán ára stúlku í tvígang og fyrir tilraun til nauðgunar. 19.6.2008 10:50
Vörukarfan lækkar í Krónunni og Bónus milli vikna Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í lágvöruversluninni Kaskó, um 3,4 prósent, á milli verðmælinga Alþýðusambandsins í fyrstu og annarri viku júnímánaðar. 19.6.2008 10:37
Hannes lektor vegna skoðana sinna Svanur Kristjánsson prófessor segir Hannes Hólmstein eingöngu hafa hlotið leiktorsstöðu við Háskóla Íslands vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika. 19.6.2008 10:19
Fíkniefnabrot nærri fjórðungi færri í maí í ár en í fyrra Fíkinefnabrot í nýliðnum maí reynust nærri fjórðungi færri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölfræði Ríkislögreglustjóra. 19.6.2008 10:17
Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar." 19.6.2008 09:18
Haga hefur sagt af sér Aaslaug Haga, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér. Jafnframt lætur hún af formennsku í Miðflokknum norska. 19.6.2008 09:05
Bandaríkjamenn hafa týnt bunka af kjarnavopnum Mörg hundruð hlutar úr kjarnorkuvopnum er meðal þess sem bandaríski flugherinn hefur ekki hugmynd um hvar er niður komið. 19.6.2008 08:57
Eldur í gistihúsi á Reyðarfirði Lögreglu var tilkynnt um að eldur væri laus í kaffi og gistiheimilinu Hjá Marlín á Reyðarfirði klukkan fjögur í nótt og að slökkvilið Fjarðabyggðar væri á leið á staðinn. 19.6.2008 08:55
Femínistafélagið afhendir Bleiku steinana Femínistafélag Íslands mun í dag afhenda hvatningarverðlaun sín Bleiku steinana. Tilgangur verðlaunanna er að hvetja þá aðila sem stöðu sinnar vegna geta haft áhrif á framgang jafnréttis í íslensku samfélagi. Afhendingin fer fram á Austurvelli við styttuna af Jóni Sigurðssyni nú klukkan ellefu. 19.6.2008 08:10
Vopn fundust í íbúð Bandidos-manna Hríðskotarifflar og sprengiefni var meðal þess sem lögregla á Norður-Sjálandi í Danmörku lagði hald á í gær þegar ráðist var til inngöngu í íbúð sem fjórir félagar bifhjólasamtakanna Bandidos héldu til í. 19.6.2008 08:08
Segja þúsund hafa horfið í Tíbet Mannréttindasamtökin Amnesty International halda því fram að eitt þúsund manns, sem teknir voru til fanga í óeirðum í Tíbet í vor, hafi horfið sporlaust. 19.6.2008 07:54
Skipulagsyfirvöld í New York lesa De Niro pistilinn Leikarinn Robert De Niro, sem nú er um það bil að hefja hótelrekstur í New York-borg, var kallaður fyrir skipulagsnefnd borgarinnar á þriðjudaginn. 19.6.2008 07:22
Leitaði drápsleiðbeininga á Google Rannsóknarlögreglumaður í Medford í Bretlandi bar fyrir rétti í vikunni að maður sem ákærður er fyrir að myrða konu sína og dóttur hafi notað leitarvélina Google til að afla sér leiðbeininga um drápsaðferðir. 19.6.2008 07:19
Tjón á ökrum hleypur á milljörðum Mississippi-fljótið flæðir nú yfir bakka sína og hleypur tjónið á ökrum Miðvesturríkja Bandaríkjanna á milljörðum dollara. 19.6.2008 07:14
Enn fjölgar fótunum Ekkert lát virðist vera á aflimuðum fótum í sjónum vestan við Kanada. Sjötti fóturinn rak þar á land í gær, degi eftir að sá fimmti fannst á floti skammt undan ströndinni. 19.6.2008 07:12
Hættur við hringferð á kajak Bandaríski kajakræðarinn Marcus Demuth hafði samband við Landhelgisgæsluna í gær og tilkynnti henni að hann væri hættur við hringferð sína um landið. 19.6.2008 07:09
Norðurlöndin auka samstarf í utanríkis- og varnarmálum Mikill áhugi er nú á því að auka samstarf Norðurlandanna á sviði utanríkis- og varnarmála enn frekar. 19.6.2008 06:53
Obama með forskot á McCain Barack Obama hefur forskot á John McCain í þremur af mikilvægustu fylkjunum í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Spennan er því farin að magnast í komandi forsetakosningum en Obama hefur 12 prósenta forskot. 18.6.2008 22:13
Enginn ísbjörn sjáanlegur í eftirlitsflugi Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlitsflugi á Vestfjörðum þar sem flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum. 18.6.2008 19:52
Tvö innbrot í Breiðholti Tilkynnt var um tvö innbrot í Breiðholti til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ekki er vitað hversu miklu var stolið en biður lögreglan fólk um að huga að íbúðum sínum á þessum árstíma. Frá klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um þrettán árekstra til lögreglunnar. 18.6.2008 20:44
Borgarísjaki sást í ískönnunarflugi Í dag fór Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnunin hófst klukkan 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ísröndinni fylgt þaðan til norð-austurs. Ísröndin reyndist vera næst landi 70 sjómílur NNV af Straumnesi og 77 sjómílur NV af Barða. 18.6.2008 22:51