Fleiri fréttir

Herra Ólafur Skúlason biskup jarðsunginn

Herra Ólafur Skúlason biskup var jarðsunginn í Bústaðakirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Um hundrað prestar voru við athöfnina en það sonur Ólafs, Skúli, sem jarðsöng föður sinn.

Allt brjálað á Bíladögum - myndband

„Ég veit ekki af hverju þeir voru að þessu, ég held að ég hafi ekki gert neitt,“ segir Jens Kristjánsson, einn af gestum Bíladaga á Akureyri sem lauk fyrir stuttu. Hann var handtekinn af lögreglunni og inni á YouTube má sjá myndband af atvikinu þar sem einn lögregluþjónn notar hnéð á sér til þess að þrýsta andliti Jens niður í stéttina.

Fyrrverandi starfsmenn Fasteignamats fá bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Fasteignamat ríkisins til þess að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar samtals 2,1 milljón króna í bætur vegna ólögmætrar niðurlagningar starfs og uppsagnar.

Íslendings leitað

Bandaríska og kanadíska strandgæslan hafa í sameiningu staðið fyrir umfangsmikilli leit að seglskútu í eigu Íslendings á hafsvæðinu milli Bermuda og Nýfundnalands undanfarna daga.

Árni stendur með foreldrum fatlaðra

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vita að aðstæður foreldra fatlaðra barna eru ,,víða erfiðar og við viljum standa með þeim."

Fangelsi er ekkert hótel

Fréttin um Idol-stjörnuna Kalla Bjarna sem spilar golf og skrifar barnabók á Kvíabryggju hefur vakið sterk viðbrögð almennings. Erlendur Baldursson hjá fangelsismálastofnun segir Kvíabryggju ekkert hótel þrátt fyrir golfvöll og ný rúm.

Rökstuðningur ráðherra vekur upp spurningar

Bjarni Vestmann segir rökstuðning utanríkisráðherra fyrir ráðningu Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur í stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar vekja fleiri spurningar en svör.

Hernum sigað á stuðningsmenn Suu Kyi í Búrma

Stjórnvöld í Búrma siguðu hernum á stuðningsmenn Aung San Suu Kyi leiðtoga stjórnarandstöðunnar þegar þeir kröfðust þess í dag að hún yrði látin laus úr stofufangelsi.

Stórátak í aðgengi að ferðamannastöðum á Reykjanesi

Ferðaþjónustusamtök á Reykjanesi ætla að gera stórátkak í að bæta aðgengi að helstu ferðamannastöðum á svæðinu og ætla að fá Hitaveitu Suðurnesja í lið með sér. Örar landslagsbreytingar hafa þó sett strik í reikninginn.

Haga viðurkenndi að hún hefði hugsanlega gert mistök

Áslaug Marie Haga formaður norska Miðflokksins og olíu- og orkumálaráðherra sagði af sér í morgun. Ráðherrann hefur verið sökuð um skattsvik og hún viðurkenndi í morgun að hugsanlega hefði henni orðið á einhver mistök.

BHM fundaði með ráðherrum um kjaramál

Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Bandalags háskólamanna nú skömmu fyrir hádegi en fundinn sátu einnig fjármála- og utanríkisráðherra.

Miðborgarþjónar verða í bænum um helgar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um sérstaka miðborgarþjóna í bænum um helgar. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja vikna.

Stelpur á siglinganámskeiði gleymdust út á sjó

Tvær stelpur á siglinganámskeiði í Nauthólsvík gleymdust út á sjó í gær. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en faðir annarar stúlkunnar kom til að sækja hana. "Misbrestur," segir starfsmaður Siglunes.

Hannes vill rannsókn á Baugsmálinu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill að aðdragandi Baugsmálsins verður rannsakaður. Þetta kom fram í spjallþætti á Útvarpi Sögu í gær.

Eingöngu konur á bæjarstjórnarfundi Vestmannaeyja

Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að í tilefni þess að kvennadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag verður fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar eingöngu skipaður kvenfulltrúum.

Einkaflugvélin kostaði 245 þúsund krónur

Flugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir tók á leigu til að fljúga norður í land kostaði 245 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Samþykktu samning BSRB við ríkið

Ríkisstarfsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar samþykktu kjarasamning BSRB við ríkið með 92,5 prósentum atkvæða eftir því sem segir á heimasíðu BSRB.

Kostnaður við einkaflugvél óljós

Einkaflugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra leigði þegar hún flaug norður á Skaga í fyrradag vegna ísbjarnar var frá flugfélaginu Erni. Ásamt ráðherra voru sex starfsmenn ráðuneytisins með í för. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu á eftir að meta kostnaðinn við ferðina.

Danskur dómstóll: Það má gera grín að Múhameð

Vestri-Landsréttur í Viborg í Danmörku komst að því í morgun að teikning Kurts Wetergaards, teiknara Jótlandspóstins, af Múhameð spámanni með sprengju í túrbani brjóti ekki gegn lögum og sé ekki ærumeiðandi.

Sýknaður af ákæru um nauðgun

Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær karlmann af ákæru um að hafa fyrr á þessu ári nauðgað fjórtán ára stúlku í tvígang og fyrir tilraun til nauðgunar.

Hannes lektor vegna skoðana sinna

Svanur Kristjánsson prófessor segir Hannes Hólmstein eingöngu hafa hlotið leiktorsstöðu við Háskóla Íslands vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika.

Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu

Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar."

Haga hefur sagt af sér

Aaslaug Haga, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér. Jafnframt lætur hún af formennsku í Miðflokknum norska.

Eldur í gistihúsi á Reyðarfirði

Lögreglu var tilkynnt um að eldur væri laus í kaffi og gistiheimilinu Hjá Marlín á Reyðarfirði klukkan fjögur í nótt og að slökkvilið Fjarðabyggðar væri á leið á staðinn.

Femínistafélagið afhendir Bleiku steinana

Femínistafélag Íslands mun í dag afhenda hvatningarverðlaun sín Bleiku steinana. Tilgangur verðlaunanna er að hvetja þá aðila sem stöðu sinnar vegna geta haft áhrif á framgang jafnréttis í íslensku samfélagi. Afhendingin fer fram á Austurvelli við styttuna af Jóni Sigurðssyni nú klukkan ellefu.

Vopn fundust í íbúð Bandidos-manna

Hríðskotarifflar og sprengiefni var meðal þess sem lögregla á Norður-Sjálandi í Danmörku lagði hald á í gær þegar ráðist var til inngöngu í íbúð sem fjórir félagar bifhjólasamtakanna Bandidos héldu til í.

Segja þúsund hafa horfið í Tíbet

Mannréttindasamtökin Amnesty International halda því fram að eitt þúsund manns, sem teknir voru til fanga í óeirðum í Tíbet í vor, hafi horfið sporlaust.

Leitaði drápsleiðbeininga á Google

Rannsóknarlögreglumaður í Medford í Bretlandi bar fyrir rétti í vikunni að maður sem ákærður er fyrir að myrða konu sína og dóttur hafi notað leitarvélina Google til að afla sér leiðbeininga um drápsaðferðir.

Enn fjölgar fótunum

Ekkert lát virðist vera á aflimuðum fótum í sjónum vestan við Kanada. Sjötti fóturinn rak þar á land í gær, degi eftir að sá fimmti fannst á floti skammt undan ströndinni.

Hættur við hringferð á kajak

Bandaríski kajakræðarinn Marcus Demuth hafði samband við Landhelgisgæsluna í gær og tilkynnti henni að hann væri hættur við hringferð sína um landið.

Obama með forskot á McCain

Barack Obama hefur forskot á John McCain í þremur af mikilvægustu fylkjunum í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Spennan er því farin að magnast í komandi forsetakosningum en Obama hefur 12 prósenta forskot.

Tvö innbrot í Breiðholti

Tilkynnt var um tvö innbrot í Breiðholti til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ekki er vitað hversu miklu var stolið en biður lögreglan fólk um að huga að íbúðum sínum á þessum árstíma. Frá klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um þrettán árekstra til lögreglunnar.

Borgarísjaki sást í ískönnunarflugi

Í dag fór Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnunin hófst klukkan 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ísröndinni fylgt þaðan til norð-austurs. Ísröndin reyndist vera næst landi 70 sjómílur NNV af Straumnesi og 77 sjómílur NV af Barða.

Sjá næstu 50 fréttir