Innlent

Fyrrverandi starfsmenn Fasteignamats fá bætur

MYND/E.Ól

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Fasteignamat ríkisins til þess að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar samtals 2,1 milljón króna í bætur vegna ólögmætrar niðurlagningar starfs og uppsagnar.

Um var að ræða karl og konu sem báðum var sagt upp haustið 2004. Var þeim báðum tilkynnt með bréfið að störf þeirra yrðu lögð niður og þar með yrði þeim sagt upp vegna hagræðingar. Bæði leituðu til umboðsmanns Alþingis sem felldi úrskurð þeim í hag og með það fóru þau fyrir dómstóla.

Karlinn krafðist um tíu milljóna en konan um fimm milljóna í bætur en hann fékk eina og hálfa milljón króna og hún 600 þúsund vegna ólögmætrar uppsagnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×