Innlent

Hafna beiðni Strawberries um leyfi til nektardans

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að hafna beiðni skemmtistaðarins Strawberries um undanþágu til að reka nektardansstað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá minnihlutanum í borgarráði.

Hann lét jafnframt bóka fögnuð yfir þessari ákvörðun í dag þegar 93 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Synjunin sé til marks um mikinn árangur í jafnréttismálum enda sé baráttan gegn klámvæðingunni eitt helsta verkefni nútímans.

Þá leggur minnihlutinn til að að unnin verði aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi sem byggð verði á Mannréttindastefnu borgarinnar. Þeirri tillögu var vísað til mannréttindanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×