Fleiri fréttir

Hollenskt par með 300 grömm af kóki í Leifsstöð

Hollenskt par um fimmtugt var í dag úrskurðað í gæsluvarðhald til mánudags í Héraðsdómi Reykjaness. Það var handtekið í Leifsstöð í gær með 300 grömm af kókaíni í farteskinu.

Ártúnsbrekka opin á ný

Búið er að opna fyrir alla umferð um Ártúnsbrekku til austurs en þar fór fullfermdur vörubíll á hliðina um hádegisbil í dag.

Hjalti fer fyrir ísbjarnastarfshópi

Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, verður formaður starfshóps sem umhverfisráðherra hefur skipað og á að vinna tillögur vegna hugsanlegrar landtöku hvítabjarna hér á landi. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hópurinn skipaður eftir að tveir hvítabirnir komu hingað til lands á tveggja vikna tímabili. Starfshópur ráðherra á við vinnu sína að taka mið af reynslunni í þessi tvö skipti og viðbrögðum við komu bjarnanna.

Kerfið er á hraða snigilsins

Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni."

Bensínverð hækkaði í dag

Eldsneytisverð hækkaði í dag. Verð á bensínlítranum er 178,4 krónur og 173,4 í sjálfsafgreiðslu hjá olíufélögunum að Atlantsolíu undanskildri. Þar kostar líterinn 168,7 krónur í sjálfsafgreiðslu.

Fánum stolið af leiði Jóns Sigurðssonar

Fánar, sem blöktu við hún við leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu, voru horfnir þegar starfsmenn Framkvæmda- og eignasviðs hugðust taka þá niður að kvöldi þjóðhátíðardags.

Bush vill leyfa olíuboranir við strendur Bandaríkjanna

George Bush Bandaríkjaforseti hefur beðið þingið um að aflétta 27 ára banni við því að bora eftir olíu við strendur Bandaríkjanna. Ástæða þess eru sú að hann vill auka sjálfstæði Bandaríkjanna varðandi olíu þannig að þau þurfi ekki að reiða sig á innflutning olíu.

Var smitaður af illskeyttum þráðormum

Ísbjörninn sem felldur var á Þverárfjalli fyrir um tveimur vikum reyndist smitaður af tríkínum sem eru þráðormar sem eru illskeyttir sjúkdómsvaldar í mörgum tegundum spendýra.

Ísraelsmenn samþykkja vopnahlé í Gaza

Ísraelsmenn hafa samþykkt vopnahlé til þess að enda margra mánaða átök við hin palestínsku Hamas-samtök. Á vopnahléið að taka gildi á morgun og ætti það að létta þeirri herkví sem Ísraelsmenn hafa haldið Gazasvæðinu í.

Mikil ásókn í nám Keilis og íbúðir á Vellinum

Rúmlega tvær umsóknir voru um hvert sæti í skóla Keilis á næsta skólaári eftir því sem segir í tilkynningu hans. Umsóknarfrestur um skólavist rann út eftir helgi og bárust alls 621 umsókn um 300 sæti sem til ráðstöfunar.

Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ

Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum."

60 ára og eldri hvattir til að fara út og ganga

Ungmennafélag Íslands hefur hrundið af stað verkefninu Gæfuspor. ,,Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar," segir í fréttatilkynningu.

Salmonella á sambýli aldraðra á höfuðborgarsvæðinu

Fjórir einstaklingar tengdir sambýli aldraðra á höfuðborgarsvæðinu greindust með salmonellu í upphafi mánaðarins eftir því sem segir í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Um var að ræða tvo starfsmenn og tvo heimilismenn.

Skipar starfshóp til að fara yfir ísbjarnamál

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til þess að fara yfir mál ísbjarnanna sem gengið hafa á land á síðustu vikum. Óskað verður eftir því að fá lánað eða kaupa búrið sem flutt var til landsins til þess að reyna að fanga birnuna á Hrauni á Skaga.

Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi fengu nýverið 10 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til menntaverkefnis samtakanna í N–Úganda.

Miklar tafir í Ártúnsbrekku til klukkan 16 hið minnsta

Umferð um Ártúnsbrekku til austurs hefur tafist mikið eftir að flutningabíll með fullfermi valt á hliðina neðst í brekkunni. Búast má við töluverðum töfum, að minnsta kosti til klukkan 16, á meðan reynt verður að koma bílnum á réttan kjöl.

Bændur á dráttarvélum til Brussel

Dráttarvélar voru áberandi á vegum í Belgíu í morgun. Þær stefndu allar sem ein til Brussel. Bændur í Belgíu segjast ekki standa undir sívaxandi olíukostnaði og krefjast þess að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að lækka olíuverðið.

Birnan var tæp 150 kíló

Birnan sem felld var í við Hraun á Skaga í Skagafirði í gær reyndist 147 kíló við vigtun. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra segir það sýna að líkamsástand dýrsins hafi ekki verið gott.

Vinir Tíbets tendra kyndil við kínverska sendiráðið

Félagið Vinir Tíbets stendur fyrir mótmælum við kínverska sendiráðið klukkan 17:30 í dag. Tilgangurinn er að vekja athygli á því að hætt hafi verið við að hlaupa með ólympíueldinn um þau svæði Tíbets sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum 12. maí.

Landhelgisgæslan í ísbjarnaleit í dag - fundað um birnu í ráðuneyti

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í eftirlitsflug um Hornstrandir í dag til þess að svipast um eftir ísbjörnum á svæðinu. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Gæslunni. Ráðherra fundar sem stendur með yfirdýralækni dýragarðsins í Kaupmannahöfn vegna ísbjarnarins á Hrauni sem felldur var í gær.

Tíu þúsund rósanælur ruku út til styrktar Stígamóta

Um nýliðna helgi seldu Zontaklúbbarnir á Íslandi rúmlega tíu þúsund rósanælur til styrktar verkefninu Stígamót á staðinn. Féð sem safnaðist verður nýtt til að þjóna betur fólki utan höfuðborgarsvæðisins sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi.

Kvenréttindi í hávegum höfð á morgun 19. júní

Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur á morgun en þá eru 93 ár síðan konur fengu í fyrsta sinn kosningarétt til alþingis. Kvenréttindafélag Íslands verður með dagskrá í tilefni dagsins auk þess sem blað þeirra 19. júní verður gefið út. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig eigi að berjast fyrir réttindum kvenna og hvort það þurfi yfirhöfuð. Margrét Sverrisdóttir telur baráttuna þokast fremur hægt en að ný jafnréttislög séu skref í rétta átt á meðan Sigríður Andersen telur það ekki hlutverk ríkisvaldsins að skipta sér að lífi einstaklinga á þann hátt.

Ísbjörninn tekinn af lífi - myndir

Ísbjörninn, sem tekið hafði sér bólfestu skammt frá bænum Hrauni á Skagatá í Skagafirði, var skotinn síðla dags í gær. Ljósmyndarinn Valgarður Gíslason fylgdist með.

Abu Qatada laus úr haldi gegn tryggingu

Breskir embættismenn kvörtuðu hástöfum þegar áfrýjunardómstóll þar í landi lét Abu Qatada lausan gegn tryggingu í gær. Qatada hefur verið nefndur hinn andlegi sendiherra Osama bin Laden í Evrópu.

Ölvun stóð skemur að sögn lögreglu

Þrátt fyrir mikið unglingafyllerí í höfuðborginni seint í gærkvöldi og fram undir klukkan 2 í nótt gengu 17. júní hátíðahöldin stórslysalaust fyrir sig.

Fimmti fóturinn bætist í hópinn

Kanadísk lögregla rannsakar nú fund enn eins mannsfótar sem fundist hefur í sjónum við vesturströnd Kanada, nálægt Vancouver. Þetta er fimmti fóturinn sem finnst á ellefu mánaða tímabili en fyrsti vinstri fóturinn.

Yfirvinna talin orsök þunglyndis og kvíða

Fólki sem vinnur yfirvinnu er hættara við þunglyndi og kvíða ef marka má niðurstöður norskrar rannsóknar.Það var hópur rannsóknarfólks við Háskólann í Björgvin í Noregi sem skoðaði rúmlega 10.000 manna hóp sem vann ýmist 40 tíma á viku og skemur eða 41 til 100 tíma.

Heimsins dýrasta matvara fundin

Dýrasta matvara í heimi er seld, merkileg nokk, í Kolaportinu um helgar. Í einum básnum þar er boðið upp á tæp 20 grömm af niðurskornum hákarli í lítilli plastdós á 500 krónur.

Sjá næstu 50 fréttir