Innlent

Hannes lektor vegna skoðana sinna

SB skrifar
Hannes Hólmsteinn. Sjaldan lognmolla í kringum Hannes.
Hannes Hólmsteinn. Sjaldan lognmolla í kringum Hannes.

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Hannes Hólmstein eingöngu hafa hlotið leiktorsstöðu við Háskóla Íslands vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika.

Í grein í Fréttablaðinu í dag reifar Svanur aðdraganda þess að Hannes hlaut lektorsstöðu við Háskóla Íslands árið 1988. Hann vitnar meðal annars í álit ráðherra frá 1988 sem sagði mikilvægt við Hannes að hann hefði aðrar skoðanir en þáverandi kennarar skólans í stjórnmálafræði.

„Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands."

Af þessu dregur Svanur þá niðurstöðu að Hannes hafi hlotið lektorsstöðu sína „...eingöngu vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika."

Hannes Hólmsteinn hafði ekki séð greinina þegar Vísir náði í hann í morgun. Hann hljóp þó eftir blaðinu og renndi yfir hana. Hann sagðist ekki vilja tjá sig efnislega um skrif Svans en virtist undrandi á greininni. „Ég er nú bara á leiðinni í Þjóðarbókhlöðuna að grúska," sagði prófessorinn umdeildi og var með því þotinn.

Grein Svans í heild sinni má finna hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×