Innlent

Allt brjálað á Bíladögum - myndband

„Ég veit ekki af hverju þeir voru að þessu, ég held að ég hafi ekki gert neitt," segir Jens Kristjánsson, einn af gestum Bíladaga á Akureyri sem lauk fyrir stuttu. Hann var handtekinn af lögreglunni og inni á YouTube má sjá myndband af atvikinu þar sem einn lögregluþjónn notar hnéð á sér til þess að þrýsta andliti Jens niður í stéttina.

Jens segir að daginn eftir, þegar runnið var af honum, hafi hann farið til lögreglunnar og beðið um ástæður þess að hann var handtekinn. Fátt var hins vegar um svör hjá lögreglunni. „Ætli þeir hafi ekki bara ráðist á mig af því ég var minnstur í hópnum."

Samkvæmt aðila sem hafði samband við Vísi var mikill pirringur í fólki eftir handtöku Jens og var maður meðal annars kýldur auk þess sem einn einstaklingur stal húfu af lögregluþjóni.

„Fimmtán löggur voru á torginu, helmingurinn elti manninn sem stal hattinum og hinn helmingurinn vildi varla sjá þennan sem var kýldur né þann sem kýldi hann, sögðu mér að hringja á taxa til að fara með hann upp á sjúkrahús."

Nokkuð var um ólæti á Akureyri í kringum Bíladaga og með þessari frétt má til dæmis sjá myndband af því þegar skotið var flugeldum í átt að lögreglunni.

Myndband af handtökunni má skoða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×