Erlent

Ronald Reagan-flugvöllur - George Bush-skólphreinsunarstöð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ekki er útilokað að George Bush Bandaríkjaforseta hlotnist sá heiður að fá skólphreinsunarstöð í San Francisco skírða í höfuðið á sér.

Samtök í borginni berjast nú fyrir því að fá þessu framgengt og hafa hafið undirskriftasöfnun til stuðnings markmiði sínu. Repúblikanar eru ekki hrifnir af uppátækinu og finna því allt til foráttu en hugsanlegt er að þeir muni tala fyrir daufum eyrum í borg þar sem 83 prósent kjósenda voru demókratar í síðustu kosningum. Nýtt nafn skólphreinsunarstöðvarinnar tæki gildi um leið og nýr forseti tekur við embætti í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×