Innlent

Tafir á umferð á Vogavegi vegna framkvæmda

Vegfarendur um Vogaveg mega búast við truflunum á umferð í dag og næstu daga vegna vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar.

Unnið er við tengingu nýrra gatnamóta við Vogaveg eins og segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og virða hámarkshraða á svæðinu.

Þá verða miklar umferðartafir frá Rauðhólum að Vífilstaðahlíð næstu daga vegna vegaframkvæmda á Heiðmerkurvegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×