Fleiri fréttir Samfylkingin nálægt hreinum meirihluta Samfylkingin er nálægt því að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má könnun sem Gallup gerði og RÚV greindi frá í kvöldfréttum sínum. Flokkurinn bætir við sig þremur borgarfulltrúm og fengi sjö og einn borgarfulltrúi bætist í hóp Vinstri grænna í Ráðhúsinu sem fengju þá þrjá. Næsti maður inn væri hins vegar fulltrúi Samfylkingarinnar sem færi inn á kostnað Sjálfstæðismanns. 13.5.2008 18:32 20 þúsund manns undir rústum húsa Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum. 13.5.2008 18:30 Ekkert amar að Ítalanum á Breiðamerkurjökli Nú er komið í ljós að ekkert amar að ítalska ferðamanninum sem óttast var um á Breiðamerkurjökli í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var send á staðinn en henni hefur verið snúið við. 13.5.2008 17:55 Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar Ítala Þyrla Landhelgsigæslunnar, TF-GNÁ, er nú að fara að leita Ítala við Breiðamerkurjökul eftir að neyðarsendir hans sendi frá sér boð á fjórða tímanum. 13.5.2008 17:01 Vilja að Reykjavíkurborg taki við flóttamönnum í stað Akraness Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar hyggjast leggja fram þá tillögu í ráðinu á morgun að borgin taki á móti 30 flóttamönnum frá Palestínu sem væntanlegir eru til landsins. 13.5.2008 16:54 Tugir farast í sprengjuárásum á Indlandi Óttast er að að minnsta kosti sextíu manns hafi látið lífið í hrinu sprenginga í borginni Jaipur á Indlandi í dag. Á annað hundrað manns hafa særst. 13.5.2008 16:34 Efast um hæfi sveitarstjórnar í Bitruvirkjunarmáli Landvernd hefur efasemdir um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss til þess að fjalla um breytingar á skipulagi sveitarfélagsins í tengslum við byggingu Bitruvirkjunar. Þetta kemur fram í athugasemd sem samtökin hafa sent Sveitarfélaginu Ölfusi. 13.5.2008 16:30 Falla frá ákæru á hendur 20. flugræningjanum Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hefur fallið frá ákæru á hendur „tuttugasta flugræningjanum“ sem svo hefur verið nefndur. 13.5.2008 16:26 Ekki beint Zorró -en Hreyfing er öllum holl. Ekki síst er nauðsynlegt fyrir eldra fólk að púla dálítið til þess að halda hreyfigetu sinni. 13.5.2008 16:19 Stökk úr Sívala turninum í Kaupmannahöfn Kona lést eftir að hún féll niður úr Sívala turninum í Kaupmahöfn í dag, úr 36 metra hæð. 13.5.2008 16:03 Skýrslutökur hefjast á föstudag Skýrslutökur yfir stúlkunum þremur sem kært hafa séra Gunnar Björnsson sóknarprest á Selfossi fyrir kynferðislega áreitni hefjast á föstudaginn. Ekki hafa fleiri kærur borist vegna prestsins. 13.5.2008 15:49 Túlipanarnir blómstra í Hollandi Það er löngu komið sumar í Evrópu. Óvíða sést það jafn vel á gróðurlitunum og í Hollandi þar sem túlípanaakrarnir skera sig rækilega úr landsleginu með litadýrð sinni. 13.5.2008 15:47 Ráðist á Guðmund í Byrginu Ráðist var á Guðmund Jónsson, sem kenndur er við Byrgið, við heimili hans í Grímsnesi um kvöldmatarleytið í gær. 13.5.2008 15:41 Eins prósents atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði reyndist eitt prósent á landinu. Er það um átta prósentum minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,1 prósent. 13.5.2008 15:25 Slökkviliðið hreinsar upp olíu í Elliðavogi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að hefja hreinsun á olíu sem fór í sjóinn í gær. Aðgerðin fer fram í Elliðavogi og búast menn við að vera í þessu eitthvað fram eftir degi. Talsverð olía fór í sjóinn. 13.5.2008 14:49 Dagur: Ráðning Jakobs Frímanns að vissu leyti læknamistök Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki munu eltast við orð sem Jakob Frímann Magnússon, nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála, viðhafði um hann í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudag. 13.5.2008 14:43 Þrír kenndir við stýri - tveir við sama stýrið Lögregla á Seyðisfirði átti nokkra góða spretti í síðustu viku ef marka má frásögn á fréttavef lögreglunnar. Nokkuð var um umferðarlagabrot ýmiss konar og bar þar hæst ölvunarakstur þriggja ökumanna en þar af voru tveir teknir á sama ökutækinu, þó ekki á sama tíma. 13.5.2008 14:36 Íslenskt blogg frá jarðskjálftunum í Kína Tvær ungar íslenskar konur blogga frá borginni Chengdu í Kína, sem hefur verið skekin af jarðskjálftum undanfarinn sólarhring. 13.5.2008 14:35 Guðbjartur þingmaður ræður sér aðstoðarkonu Guðrún Vala Elísdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar þingmanns. Guðrún Vala er búsett í Borgarnesi en ólst upp í Dölunum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1987, BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1995, Bed próf frá Kennaraháskóla Íslands 1996, Diploma Ed í stjórnun 2001 og Diploma Ed í sérkennslufræðum 2004 frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands. 13.5.2008 14:29 Má ég sjá öryggispassann þinn? Fyrir öndum er eitt hús ekkert merkilegra en annað. Þessi önd sem var með unga sína á vappi í rigningunni í Washington hafði enga hugmynd um að hún væri að ganga yfir aðkeyrsluna að Hvíta húsinu. 13.5.2008 14:17 Hliðarspegill sýnir blinda blettinn Það kannast sjálfsagt margir ökumenn við að hafa litið í hliðarspegilinn áður en þeir beygðu, og ekki séð neitt vegna þess að bíllinn á eftir var of nálægt. 13.5.2008 14:05 Boruðu dýpstu holu landsins Menn á vegum Jarðborana slógu á dögunum aðeins þriggja mánaða gamalt met við borun á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði. Holan sem boruð var reyndist 3.322 metrar og var þar með 211 metrum dýpri en fyrri methola sem lokið var við í febrúar. 13.5.2008 14:02 UNICEF laumaði gögnum til Búrma Í fréttatilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar í birgðastöð hennar í Kaupmannahöfn hafi unnið baki brotnu um hvítasunnuna við að pakka neyðargögnum ætluðum fórnarlömbum náttúruhamfaranna í Búrma. 13.5.2008 13:42 Öskuský hylur sólina í Argentínu Eldfjallið Chaiten í Chile heldur áfram að spúa eldi og eimyrju. Öskuský frá fjallinu teygir sig nú þúsundir kílómetra í austurátt og liggur meðal annars yfir Argentínu og Úrúgvæ. 13.5.2008 13:38 Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13.5.2008 13:23 Dæmdur fyrir ölvun í björgunaraðgerðum Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til þess að greiða 160 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. 13.5.2008 13:08 Vilja strætó milli Borgarness og Reykjavíkur Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða að óska eftir sérleyfi fyrir akstursleiðina á milli Borgarness og Reykjavíkur þegar leyfið losnar um áramót. 13.5.2008 12:51 Mikill viðsnúningur á nýskráningu ökutækja á síðustu vikum Nýskráðum ökutækjum á fyrstu 130 dögum ársins fækkaði lítillega, eða um 0,6 prósent, á milli ára samkvæmt samantekt Umferðarstofu. 13.5.2008 12:42 Minnkandi vinningslíkur í Lottóinu Möguleikar á að fá fyrsta vinning í Lottóinu minnka úr einum á móti 500 þúsundum niður i einn á móti 650 þúsund, eftir að Lottótölunum var fjölgað um tvær eða upp í fjörutíu. 13.5.2008 12:37 Forsætisráðherra beri ábyrgð á sölu á hlut í ÍAV Þingmaður Vinstri - grænna segir sölu á 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum siðlausa og kallar forsætisráðherra til ábyrgðar. Hæstiréttur hefur úrskurðað að salan sé ólögmæt. 13.5.2008 12:21 Ekið á gangandi vegfaranda í miðbænum Ekið var á gangandi vegfaranda á Skothúsvegi í miðbænum fyrir stundu. Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi en frekari upplýsingar er ekki að fá um málið að svo stöddu. 13.5.2008 12:13 Ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða frumvarp Valgerðar Ekkert er því til fyrirstöðu að afgreiða frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um afnám eftirlaunalaganna sem setið hefur fast í allsherjarnefnd Alþingis síðan í haust, segja þingflokksformenn Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna. 13.5.2008 12:07 Skýrslutökur í TR-máli Skýrslutökur fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag yfir sakborningum í fjársvikamáli tengdu Tryggingastofnun ríkisins. 13.5.2008 12:02 Tólf þúsund hið minnsta látnir í Kína Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa yfir í suðvesturhluta Kína eftir að einhver öflugasti jarðskjálfti í áratugi reið þar yfir í gær. Minnst tólf þúsund manns fórust og er eftirlifenda leitað í rústum húsa. 13.5.2008 11:58 Saksóknari í Byrgismáli segir niðurstöðuna ásættanlega Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari sem sótti hið svokallaða Byrgismál fyrir ákæruvaldið segist nokkuð sátt með niðurstöðu héraðsdóms frá því á föstudag. Þá fékk Guðmundur Jónsson gjarnan kenndur við Byrgið þriggja ára fangelsisdóm. Guðmundur var dæmdur í öllum ákæruliðunum. 13.5.2008 11:52 Kannast ekki við að strandað hafi á sjálfstæðismönnum Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kannast ekki við að það hafi strandað á sjálfstæðismönnum að breyta eftirlaunalögunum umdeildu á vordögum 2006. 13.5.2008 11:49 Sendi Kínverjum samúðarkveðju vegna hamfara Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag forseta Kína, Hu Jintao, samúðarkveðju vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Kína. 13.5.2008 11:34 Vilja skjóta sér leið inn í Burma Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði á fundi með fréttamönnum í dag að alþjóða samfélagið yrði að skoða þann möguleika að skjóta sér leið inn í Burma til þess að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna fellibylsins sem þar gekk yfir fyrir rúmri viku. 13.5.2008 11:29 Ákærður fyrir að stela Merrild-kaffi úr vinnuskúr Við Héraðsdóm Reykjaness var í dag þingfest ákæra á hendur tæplega sextugum karlmanni. 13.5.2008 11:28 Harður árekstur á Vesturlandsvegi í morgun Þrennt var flutt á sjúkrahús á Akranesi eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla við Skorholt, rétt við Hafnarfjall, á Vesturlandsvegi um áttaleytið í morgun. 13.5.2008 11:09 Veður hamlar hjálparstarfi í Sichuan-héraði Stíf vindátt og skemmdir vegir hamla öllu hjálparstarfi í Sichuan-héraði í Kína sem varð illa úti í jarðskjálfta í gær. Nú eru um 10.000 manns taldir af og kínverska Xinhua-fréttastofan telur að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar. 13.5.2008 10:51 Beita verður öllum ráðum til þess að koma aðstoð til íbúa í Búrma Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að alþjóðasamfélagið verði að beita öllum ráðum til þess að koma aðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir að fellibylurinn Nargis gekk yfir Búrma. 13.5.2008 10:48 Talibanar banna sjónvarpsgláp Talibanar í Afganistan hafa bannað íbúum í Logar héraði að horfa á sjónvarp. Logar er nálægt höfuðborginni Kabúl og Talibanar hafa þar töglin og hagldirnar. 13.5.2008 10:46 Ungbarnasundið skilaði sér Tveggja ára gömul bresk telpa bjargaði sér á hundasundi þegar hún datt í innanhússsundlaug á heimili sínu. Elísabet Jelley synti að bakkanum og kallaði á móður sína. 13.5.2008 10:21 Metaðsókn að skíðasvæðum landsins Um 170 þúsund manns sóttu skíðasvæðin á Íslandi á liðnum vetri og er það mesta aðsókn síðan talningar hófust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skíðasvæðunum en forsvarsmenn þeirr héldu ársfund sinn fyrir helgi á skíðsvæðinu í Oddskarði. 13.5.2008 10:16 Sjá næstu 50 fréttir
Samfylkingin nálægt hreinum meirihluta Samfylkingin er nálægt því að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má könnun sem Gallup gerði og RÚV greindi frá í kvöldfréttum sínum. Flokkurinn bætir við sig þremur borgarfulltrúm og fengi sjö og einn borgarfulltrúi bætist í hóp Vinstri grænna í Ráðhúsinu sem fengju þá þrjá. Næsti maður inn væri hins vegar fulltrúi Samfylkingarinnar sem færi inn á kostnað Sjálfstæðismanns. 13.5.2008 18:32
20 þúsund manns undir rústum húsa Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum. 13.5.2008 18:30
Ekkert amar að Ítalanum á Breiðamerkurjökli Nú er komið í ljós að ekkert amar að ítalska ferðamanninum sem óttast var um á Breiðamerkurjökli í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var send á staðinn en henni hefur verið snúið við. 13.5.2008 17:55
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar Ítala Þyrla Landhelgsigæslunnar, TF-GNÁ, er nú að fara að leita Ítala við Breiðamerkurjökul eftir að neyðarsendir hans sendi frá sér boð á fjórða tímanum. 13.5.2008 17:01
Vilja að Reykjavíkurborg taki við flóttamönnum í stað Akraness Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar hyggjast leggja fram þá tillögu í ráðinu á morgun að borgin taki á móti 30 flóttamönnum frá Palestínu sem væntanlegir eru til landsins. 13.5.2008 16:54
Tugir farast í sprengjuárásum á Indlandi Óttast er að að minnsta kosti sextíu manns hafi látið lífið í hrinu sprenginga í borginni Jaipur á Indlandi í dag. Á annað hundrað manns hafa særst. 13.5.2008 16:34
Efast um hæfi sveitarstjórnar í Bitruvirkjunarmáli Landvernd hefur efasemdir um hæfi sveitarstjórnar Ölfuss til þess að fjalla um breytingar á skipulagi sveitarfélagsins í tengslum við byggingu Bitruvirkjunar. Þetta kemur fram í athugasemd sem samtökin hafa sent Sveitarfélaginu Ölfusi. 13.5.2008 16:30
Falla frá ákæru á hendur 20. flugræningjanum Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon hefur fallið frá ákæru á hendur „tuttugasta flugræningjanum“ sem svo hefur verið nefndur. 13.5.2008 16:26
Ekki beint Zorró -en Hreyfing er öllum holl. Ekki síst er nauðsynlegt fyrir eldra fólk að púla dálítið til þess að halda hreyfigetu sinni. 13.5.2008 16:19
Stökk úr Sívala turninum í Kaupmannahöfn Kona lést eftir að hún féll niður úr Sívala turninum í Kaupmahöfn í dag, úr 36 metra hæð. 13.5.2008 16:03
Skýrslutökur hefjast á föstudag Skýrslutökur yfir stúlkunum þremur sem kært hafa séra Gunnar Björnsson sóknarprest á Selfossi fyrir kynferðislega áreitni hefjast á föstudaginn. Ekki hafa fleiri kærur borist vegna prestsins. 13.5.2008 15:49
Túlipanarnir blómstra í Hollandi Það er löngu komið sumar í Evrópu. Óvíða sést það jafn vel á gróðurlitunum og í Hollandi þar sem túlípanaakrarnir skera sig rækilega úr landsleginu með litadýrð sinni. 13.5.2008 15:47
Ráðist á Guðmund í Byrginu Ráðist var á Guðmund Jónsson, sem kenndur er við Byrgið, við heimili hans í Grímsnesi um kvöldmatarleytið í gær. 13.5.2008 15:41
Eins prósents atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði reyndist eitt prósent á landinu. Er það um átta prósentum minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,1 prósent. 13.5.2008 15:25
Slökkviliðið hreinsar upp olíu í Elliðavogi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að hefja hreinsun á olíu sem fór í sjóinn í gær. Aðgerðin fer fram í Elliðavogi og búast menn við að vera í þessu eitthvað fram eftir degi. Talsverð olía fór í sjóinn. 13.5.2008 14:49
Dagur: Ráðning Jakobs Frímanns að vissu leyti læknamistök Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki munu eltast við orð sem Jakob Frímann Magnússon, nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála, viðhafði um hann í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudag. 13.5.2008 14:43
Þrír kenndir við stýri - tveir við sama stýrið Lögregla á Seyðisfirði átti nokkra góða spretti í síðustu viku ef marka má frásögn á fréttavef lögreglunnar. Nokkuð var um umferðarlagabrot ýmiss konar og bar þar hæst ölvunarakstur þriggja ökumanna en þar af voru tveir teknir á sama ökutækinu, þó ekki á sama tíma. 13.5.2008 14:36
Íslenskt blogg frá jarðskjálftunum í Kína Tvær ungar íslenskar konur blogga frá borginni Chengdu í Kína, sem hefur verið skekin af jarðskjálftum undanfarinn sólarhring. 13.5.2008 14:35
Guðbjartur þingmaður ræður sér aðstoðarkonu Guðrún Vala Elísdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar þingmanns. Guðrún Vala er búsett í Borgarnesi en ólst upp í Dölunum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1987, BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 1995, Bed próf frá Kennaraháskóla Íslands 1996, Diploma Ed í stjórnun 2001 og Diploma Ed í sérkennslufræðum 2004 frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands. 13.5.2008 14:29
Má ég sjá öryggispassann þinn? Fyrir öndum er eitt hús ekkert merkilegra en annað. Þessi önd sem var með unga sína á vappi í rigningunni í Washington hafði enga hugmynd um að hún væri að ganga yfir aðkeyrsluna að Hvíta húsinu. 13.5.2008 14:17
Hliðarspegill sýnir blinda blettinn Það kannast sjálfsagt margir ökumenn við að hafa litið í hliðarspegilinn áður en þeir beygðu, og ekki séð neitt vegna þess að bíllinn á eftir var of nálægt. 13.5.2008 14:05
Boruðu dýpstu holu landsins Menn á vegum Jarðborana slógu á dögunum aðeins þriggja mánaða gamalt met við borun á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði. Holan sem boruð var reyndist 3.322 metrar og var þar með 211 metrum dýpri en fyrri methola sem lokið var við í febrúar. 13.5.2008 14:02
UNICEF laumaði gögnum til Búrma Í fréttatilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar í birgðastöð hennar í Kaupmannahöfn hafi unnið baki brotnu um hvítasunnuna við að pakka neyðargögnum ætluðum fórnarlömbum náttúruhamfaranna í Búrma. 13.5.2008 13:42
Öskuský hylur sólina í Argentínu Eldfjallið Chaiten í Chile heldur áfram að spúa eldi og eimyrju. Öskuský frá fjallinu teygir sig nú þúsundir kílómetra í austurátt og liggur meðal annars yfir Argentínu og Úrúgvæ. 13.5.2008 13:38
Áskilja sér allan rétt verði af Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti aukafundi í morgun harðorða bókun gegn Bitruvirkjun sem rísa á í nágrenni bæjarins. Þar áskilja forsvarsmenn bæjarins sér allan rétt til aðgerða verði af virkjuninni. 13.5.2008 13:23
Dæmdur fyrir ölvun í björgunaraðgerðum Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til þess að greiða 160 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. 13.5.2008 13:08
Vilja strætó milli Borgarness og Reykjavíkur Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða að óska eftir sérleyfi fyrir akstursleiðina á milli Borgarness og Reykjavíkur þegar leyfið losnar um áramót. 13.5.2008 12:51
Mikill viðsnúningur á nýskráningu ökutækja á síðustu vikum Nýskráðum ökutækjum á fyrstu 130 dögum ársins fækkaði lítillega, eða um 0,6 prósent, á milli ára samkvæmt samantekt Umferðarstofu. 13.5.2008 12:42
Minnkandi vinningslíkur í Lottóinu Möguleikar á að fá fyrsta vinning í Lottóinu minnka úr einum á móti 500 þúsundum niður i einn á móti 650 þúsund, eftir að Lottótölunum var fjölgað um tvær eða upp í fjörutíu. 13.5.2008 12:37
Forsætisráðherra beri ábyrgð á sölu á hlut í ÍAV Þingmaður Vinstri - grænna segir sölu á 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum siðlausa og kallar forsætisráðherra til ábyrgðar. Hæstiréttur hefur úrskurðað að salan sé ólögmæt. 13.5.2008 12:21
Ekið á gangandi vegfaranda í miðbænum Ekið var á gangandi vegfaranda á Skothúsvegi í miðbænum fyrir stundu. Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi en frekari upplýsingar er ekki að fá um málið að svo stöddu. 13.5.2008 12:13
Ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða frumvarp Valgerðar Ekkert er því til fyrirstöðu að afgreiða frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um afnám eftirlaunalaganna sem setið hefur fast í allsherjarnefnd Alþingis síðan í haust, segja þingflokksformenn Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna. 13.5.2008 12:07
Skýrslutökur í TR-máli Skýrslutökur fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag yfir sakborningum í fjársvikamáli tengdu Tryggingastofnun ríkisins. 13.5.2008 12:02
Tólf þúsund hið minnsta látnir í Kína Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa yfir í suðvesturhluta Kína eftir að einhver öflugasti jarðskjálfti í áratugi reið þar yfir í gær. Minnst tólf þúsund manns fórust og er eftirlifenda leitað í rústum húsa. 13.5.2008 11:58
Saksóknari í Byrgismáli segir niðurstöðuna ásættanlega Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari sem sótti hið svokallaða Byrgismál fyrir ákæruvaldið segist nokkuð sátt með niðurstöðu héraðsdóms frá því á föstudag. Þá fékk Guðmundur Jónsson gjarnan kenndur við Byrgið þriggja ára fangelsisdóm. Guðmundur var dæmdur í öllum ákæruliðunum. 13.5.2008 11:52
Kannast ekki við að strandað hafi á sjálfstæðismönnum Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kannast ekki við að það hafi strandað á sjálfstæðismönnum að breyta eftirlaunalögunum umdeildu á vordögum 2006. 13.5.2008 11:49
Sendi Kínverjum samúðarkveðju vegna hamfara Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag forseta Kína, Hu Jintao, samúðarkveðju vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Kína. 13.5.2008 11:34
Vilja skjóta sér leið inn í Burma Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði á fundi með fréttamönnum í dag að alþjóða samfélagið yrði að skoða þann möguleika að skjóta sér leið inn í Burma til þess að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna fellibylsins sem þar gekk yfir fyrir rúmri viku. 13.5.2008 11:29
Ákærður fyrir að stela Merrild-kaffi úr vinnuskúr Við Héraðsdóm Reykjaness var í dag þingfest ákæra á hendur tæplega sextugum karlmanni. 13.5.2008 11:28
Harður árekstur á Vesturlandsvegi í morgun Þrennt var flutt á sjúkrahús á Akranesi eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla við Skorholt, rétt við Hafnarfjall, á Vesturlandsvegi um áttaleytið í morgun. 13.5.2008 11:09
Veður hamlar hjálparstarfi í Sichuan-héraði Stíf vindátt og skemmdir vegir hamla öllu hjálparstarfi í Sichuan-héraði í Kína sem varð illa úti í jarðskjálfta í gær. Nú eru um 10.000 manns taldir af og kínverska Xinhua-fréttastofan telur að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar. 13.5.2008 10:51
Beita verður öllum ráðum til þess að koma aðstoð til íbúa í Búrma Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að alþjóðasamfélagið verði að beita öllum ráðum til þess að koma aðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir að fellibylurinn Nargis gekk yfir Búrma. 13.5.2008 10:48
Talibanar banna sjónvarpsgláp Talibanar í Afganistan hafa bannað íbúum í Logar héraði að horfa á sjónvarp. Logar er nálægt höfuðborginni Kabúl og Talibanar hafa þar töglin og hagldirnar. 13.5.2008 10:46
Ungbarnasundið skilaði sér Tveggja ára gömul bresk telpa bjargaði sér á hundasundi þegar hún datt í innanhússsundlaug á heimili sínu. Elísabet Jelley synti að bakkanum og kallaði á móður sína. 13.5.2008 10:21
Metaðsókn að skíðasvæðum landsins Um 170 þúsund manns sóttu skíðasvæðin á Íslandi á liðnum vetri og er það mesta aðsókn síðan talningar hófust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skíðasvæðunum en forsvarsmenn þeirr héldu ársfund sinn fyrir helgi á skíðsvæðinu í Oddskarði. 13.5.2008 10:16