Erlent

Stökk úr Sívala turninum í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Kona lést eftir að hún féll niður úr Sívala turninum í Kaupmahöfn í dag, úr 36 metra hæð.

Fram kemur á fréttavef Jótlandspóstsins að allt bendi til að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Nokkur ös var á Köbmagergade þegar konan fleygði sér niður og urðu fjölmargir fyrir áfalli þegar hún hafnaði á götunni. Meðal þeirra sem urðu vitni að sjálfsmorðinu var hópur barna sem var að skoða Sívali turninn og fengu þau áfallahjálp á eftir.

Lögregla segir að konunni hafi tekist að komast í gegnum öryggisnet á toppi turnsins en það er tveggja metra hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×