Innlent

Eins prósents atvinnuleysi í apríl

Atvinnleysi í nýliðnum aprílmánuðu reyndist eitt prósent á landinu. Er það um átta prósentum minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,1 prósent.

Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er 0,8 prósent eða sama og í mars þrátt fyrir nokkra fjölgun fólks á atvinnuleysisskrá. Á landsbyggðinni minnkar atvinnuleysi og er 1,4 prósent en það var 1,5 prósent í mars. Atvinnuleysi karla er 0,9 prósent eða sama og í mars en þó hefur körlum fjölgað nokkuð á skrá milli mánaða. Atvinnuleysi kvenna er 1,3 prósent líkt og í mars.

Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að þeim sem verið hafa á skrá lengur en sex mánuði hafi fjölgað nokkuð og voru 538 í lok apríl en 518 í lok mars. Þetta er þó umtalsverð fækkun frá því sem var 2006 og 2007.

Vinnumálastofnun bendir enn fremur á að yfirleitt dragi úr atvinnuleysi í maí. Í fyrra minnkaði atvinnuleysið um 5,7 prósent milli þessara mánaða. Segir stofnunin að þegar allt sé talið sé því líklegt að atvinnuleysið í maí 2008 muni lítið breytast og verða á bilinu 1-1,2 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×