Innlent

Forsætisráðherra beri ábyrgð á sölu á hlut í ÍAV

Þingmaður Vinstri - grænna segir sölu á 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum siðlausa og kallar forsætisráðherra til ábyrgðar. Hæstiréttur hefur úrskurðað að salan sé ólögmæt.

Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtudag að sala á tæplega 40 prósenta hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum til EAV hf. árið 2003 hefði verið ólögmæt. JB Byggingafélag og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar, sem buðu saman í hlut ríkisins, kærðu framkvæmd sölunnar þar sem forsvarmenn EAV voru einnig stjórnendur og starfsmenn Íslenskra aðalverktaka. Vildu stefnendur meina að EAV hafi haft ósanngjarnt forskot vegna þessa.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, segir málið háalvarlegt fyrir íslensk stjórnvöld, ekki síst fyrir Geir H. Haarde forsætisráðherra sem var fjármálaráðherra á þeim tíma er salan fór fram. Með honum í ráðherranefnd um einkavæðingu sátu Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir.

Auk hinna tveggja fyrrnefndu buðu Joco ehf. og Jarðboranir í verkið og komust dómskvaddir matsmenn að þeirri niðurstöðu að tilboð Jarðboranna hefði verið hæst. Getur fyrirtækið því átt mögulega skaðabótakröfu á hendur ríkinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.