Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar Ítala

TF-GNÁ.
TF-GNÁ. MYND/Vihelm

Þyrla Landhelgsigæslunnar, TF-GNÁ, er nú að fara að leita Ítala við Breiðamerkurjökul eftir að neyðarsendir hans sendi frá sér boð á fjórða tímanum

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að þyrlan hafi farið í loftið laust fyrir klukkan hálffimm vegna neyðarsendis sem tók að senda við suður jaðar Breiðamerkursjökuls kl. 15:24 í dag. Korteri síðar fékkst svokölluð staðfesting á sendingunni.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hóf þegar í stað eftirgrennslan varðandi það hvort einhver aðili gæti verið á ferðinni á jöklinum með PLB "personal locator beacon" og fékkst staðfest frá björgunarmiðstöðinni í Bodö í Noregi að eigandi þessa tiltekna neyðarsendis væri Ítali sem samkvæmt heimildum mun vera á ferðalagi hér á landi.

Sú staðfesting fékkst með símtali til systur hans en hún var skráð sem tengiliður við eigenda sendisins. Í framhaldinu var áhöfn þyrlunnar ræst út og er áætlaður komutími hennar yfir jöklinum nú klukkan 17.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×