Innlent

Kýldi lögreglumann og stal lögreglubifreið

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann sem var að sinna skyldustarfi sínu við Hringbraut í Reykjanesbæ þann 20. Október 2005. Hann kýldi lögreglumanninn í vinstri kjálka þannig að hann hlaut mar yfir kjálkann.

Í framhaldi af því fór maðurinn inn í bifreiðageymslu lögreglustöðvarinnar, ræsti í heimildarleysi lögreglubifreið og ók henni á hurð bifreiðageymslunnar.

Sami maður er ákærður fyrir að hafa ekið bifreið norður Faxabraut í Reykjanesbæ, undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×