Innlent

Átján umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Átján umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan 15 í dag. Er þetta þó, að sögn lögreglu, ekki langt yfir meðaltölum.

Tvö alvarlegustu slysin urðu þegar bifreið fauk út af veginum og valt á Kjalarnesi og vélhjólamaður féll af hjóli sínu og slasaðist á fæti við hringtorg á Vesturlandsvegi. Í fyrrgreinda tilfellinu skarst farþegi á hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×