Innlent

Grunaður perri áfram í einangrun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri í gæsluvarðhald til 15. maí vegna gruns kynferðisbrot gegn börnum.

Maðurinn hefur setið í einangrun síðan um mánaðarmótin síðustu vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn nokkrum stúlkubörnum. Þar með talið stjúpdóttur sinni.

Að sögn Björgvins Björgvinssonar yfirmanns kynferðisbrotadeildar hafa aðstandendur fjögurra stúlkna lagt fram kæru á hendur manninum.

Rúv greinir svo frá því að sonur manssins frá fyrra hjónabandi og litla systir hans hafi kært manninn fyrir að hafa misnotað sig kynferðislega þegar þau voru börn. Samkvæmt heimildum Vísis eru þau brot þó að öllum líkindum fyrnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×