Sagði réttlátt samfélag kosta blóð, svita og tár Atli Steinn Guðmundsson skrifar 1. maí 2008 16:51 Árni Stefán Jónsson. MYND/Völundur Jónsson Árni Stefán Jónsson, formaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, sagði í ræðu sinni á Ingólfstorgi í dag, að það hefði kostað blóð, svita og tár að byggja upp réttlátt samfélag fyrir alla landsmenn. Launafólk hefði aldrei fengið neitt á silfurfati og alls ekki væri sjálfgefið að allir ættu jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri velferðarþjónustu. Árni sagði enn fremur að nú væri búið að telja þjóðinni trú um að ásættanlegt sé að himinn og haf skilji almenning frá ofurlaunaaðlinum og að stjarnfræðileg auðsöfnun eigi sér stað hjá litlum hluta þjóðarinnar meðan aðrir berjast í bökkum. Hann sagði það ekki ásættanlegt að launataxtar gætu verið 120 þúsund krónur á mánuði á meðan ofurlaunaaðallinn hefði fimm milljónir í mánaðarlaun. Ástandið í efnahagslífinu var einnig meðal yrkisefna Árna og sagði hann harða lendingu þar fyrst og fremst bitna á almenningi. Horfurnar væru ekki góðar, bankar hefðu skrúfað fyrir lánafyrirgreiðslu, atvinnuleysisvofan væri í leynum bak við næsta horn og Seðlabankinn spáði svo miklu verðfalli fasteigna að mikið skuldsettar eignir stæðu ekki lengur undir lánum. Árni gagnrýndi núverandi ríkisstjórn fyrir að gera ekkert til að milda það högg sem almenningur yrði fyrir. Í stað þess væru forystumenn hennar á stöðugum ferðalögum út og suður. Slík framkoma væri til þess fallin að grafa undan trú á að stjórnvöld réðu við ástandið. Árni ræddi því næst um kjarasamninga og sagði að lítið gleðiefni væri að ganga til þeirra við núverandi aðstæður. Hann lauk ræðu sinni með því að stappa stálinu í viðstadda með þessum orðum: „Þótt hér hafi verið dregin upp dökk mynd af ástandinu þá vitum við að með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr því og haldið áfram á þeirri braut sem frumherjarnir mótuðu - við getum þróað íslenska velferðarkerfið enn frekar þannig að enginn þurfi að líða skort í þessu landi." Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu, sagði í ræðu sinni á Ingólfstorgi í dag, að það hefði kostað blóð, svita og tár að byggja upp réttlátt samfélag fyrir alla landsmenn. Launafólk hefði aldrei fengið neitt á silfurfati og alls ekki væri sjálfgefið að allir ættu jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri velferðarþjónustu. Árni sagði enn fremur að nú væri búið að telja þjóðinni trú um að ásættanlegt sé að himinn og haf skilji almenning frá ofurlaunaaðlinum og að stjarnfræðileg auðsöfnun eigi sér stað hjá litlum hluta þjóðarinnar meðan aðrir berjast í bökkum. Hann sagði það ekki ásættanlegt að launataxtar gætu verið 120 þúsund krónur á mánuði á meðan ofurlaunaaðallinn hefði fimm milljónir í mánaðarlaun. Ástandið í efnahagslífinu var einnig meðal yrkisefna Árna og sagði hann harða lendingu þar fyrst og fremst bitna á almenningi. Horfurnar væru ekki góðar, bankar hefðu skrúfað fyrir lánafyrirgreiðslu, atvinnuleysisvofan væri í leynum bak við næsta horn og Seðlabankinn spáði svo miklu verðfalli fasteigna að mikið skuldsettar eignir stæðu ekki lengur undir lánum. Árni gagnrýndi núverandi ríkisstjórn fyrir að gera ekkert til að milda það högg sem almenningur yrði fyrir. Í stað þess væru forystumenn hennar á stöðugum ferðalögum út og suður. Slík framkoma væri til þess fallin að grafa undan trú á að stjórnvöld réðu við ástandið. Árni ræddi því næst um kjarasamninga og sagði að lítið gleðiefni væri að ganga til þeirra við núverandi aðstæður. Hann lauk ræðu sinni með því að stappa stálinu í viðstadda með þessum orðum: „Þótt hér hafi verið dregin upp dökk mynd af ástandinu þá vitum við að með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr því og haldið áfram á þeirri braut sem frumherjarnir mótuðu - við getum þróað íslenska velferðarkerfið enn frekar þannig að enginn þurfi að líða skort í þessu landi."
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira