Innlent

Finnst allir aðilar hafa tekið ábyrgð í hjúkrunarmálinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ásta Möller
Ásta Möller MYND/Af bloggsíðu

„Ég er mjög ánægð með þetta og mér finnst allir aðilar hafa hagað sér eins og best verður á kosið, tekið ábyrgðina og leyst málið," sagði Ásta Möller alþingismaður um hjúkrunarfræðingadeiluna sem nú er leyst í bili.

„Þetta setur málið í ákveðinn farveg þannig að það verður unnið að því að leysa það. Báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls og orð eru til alls fyrst. Þarna er sem sagt verið að setja í farveg þá vinnu sem á að leiða til farsælla lausna. Það sem mestu máli skiptir þó er að það verður engin krísa á miðnætti," sagði Ásta og fékk vart lýst feginleik sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×