Innlent

Keri ber að greiða manni bætur vegna samráðs

MYND/GVA

Hæstiréttur dæmdi í dag Ker hf. til þess að greiða manni á Húsavík fimmtán þúsund krónur í bætur vegna tjóns hans af völdum ólöglegs samráðs stóru olíufélaganna. Með þessu staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms.

Sigurður Hreinsson höfðaði mál á hendur Keri vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við kaup á bensíni af Keri. Héraðsdómur hafnaði upphaflegri kröfu hans um bætur upp á um 80 þúsund krónur. Málið fór fyrir Hæstarétt sem fól héraðsdómi að fjalla um málið aftur.

Héraðsdómur komst svo að því að hæfilegar bætur til Sigurðar væru fimmtán þúsund krónur. Þeirri ákvörðun áfrýjuðu báðir málsaðilar og staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í dag.

Málið er talið hafa fordæmisgefandi enda hafði Steinar Guðgeirsson, lögmaður Sigurðar, sagt frá því í fréttum að hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, þar sem Steinar vinnur, væru mál 150 aðila sem teldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðs olíufélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×