Innlent

Sýknaður af ákæru um að hafa hótað lögreglumanni lífláti

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um brot gegn valdstjórninni með því að hafa haft uppi líflátshótanir í garð lögreglumanns.

Orðin hafði hann upp eftir að tveir lögreglumenn höfðu stöðvað hann fyrir ölvunarakstur í Hveragerði. Á leið á lögreglustöð nefndi maðurinn nafn þriðja lögreglumannsins, sem ekki á staðnum, og sagðist tilbúinn að sitja inni í sextán ár þegar hann væri búinn að drepa umræddan lögreglumann. Sagði lögregla manninn ekki mjög ölvaðan þegar orðin féllu.

Út frá framburði lögreglumannanna þótti sannað að hann hefði látið umrædd orð falla en þar sem ofbeldi gegn lögreglumanninum hefði verið beint í gegnum þriðja mann og honum hefði ekki verið sagt frá þessu fyrr en nokkru síðar taldi dómurinn að lögreglumennirnir hefðu ekki tekið hótunina alvarlega. Þá benti áfengismæling til þess að maðurinn hefði verið mun ölvaðri en vitni hefðu borið í dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×