Erlent

Rússneska keisarafjölskyldan öll fundin

Óli Tynes skrifar
Nikulás keisari og fjölskylda hans. Myrt af bolsévikkar.
Nikulás keisari og fjölskylda hans. Myrt af bolsévikkar.

Rannsóknir vísindamanna hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í Rússlandi á síðasta ári voru af tveim börnum Nikulásar annars, síðasta keisara Rússlands.

Bolsévikkar myrtu keisarafjölskylduna í byltingunni árið 1918. Með þessu eru jarðneskar leifar allrar keisarafjölskyldunnar fundnar.

Byltingarmenn skutu fjölskylduna til bana í kjallaranum á húsi kaupmanns nokkurs í Yekaterinburg, sem er um 1450 kílómetra austan við Moskvu.

Reynt var að eyða líkunum og leifunum fleygt í skurð. Eftir fall Sovétríkjanna voru líkamsleifar keisarahjónanna og þriggja dætra þeirra grafnar upp.

Þau voru jarðsett á nýjan leik í keisaragrafhýsinu í kirkju Péturs og Páls postula í Sankti Pétursborg árið 1998.

Meðal viðstaddra var Boris Yeltsin, fyrrverandi forseti Rússlands, sem lengi hafði barist fyrir því að keisarahjónunum yrði sá sómi sýndur.

En við jarðsetninguna 1998 vantaði lík tveggja barnanna. Alexeis prins og Maríu hertogaynju. DNA rannsóknir í Bandaríkjunum hafa nú leitt í ljós að leifarnar sem fundust á síðasta ári voru af þeim.

Þau munu því áður en langt um líður loks verða sameinuð fjölskyldu sinni á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×