Fleiri fréttir

Hvetur til friðsamlegra lausna í Zimbabwe

Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hvetur leiðtoga Afríkuríkja til að beita sér fyrir friðasamlegri lausn deilnanna í Zimbabwe. Varaði hann við því að ástandið í landinu væri eldfimt og áhrif þess gætu náð út fyrir landamæri þess.

Nýr framhaldsskóli í Kópavogi

Nýr framhaldsskóli fyrir afreksíþróttamenn er í undirbúningi í Kórahverfi í Kópavogi. Samhliða því verður reist ein glæsilegasta íþróttaaðstaða landsins.

REI verður ekki selt

Borgarstjóri stendur fast á því að fyrirtækið REI verði ekki selt. Hann telur tillögu meirihluta stjórnar Orkuveitunnar, þess efnis að áhættuverkefni fyrirtækisins verði seld, ekki víkja frá þeirri stefnu sem stýrihópur um REI markaði.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara að girða sig í brók

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir stefnu minnihlutans í málefnum REI vera skýra en bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun frá degi til dags. Hann segir upphlaupið sem er í kringum REI núna eiga rætur að rekja til innbyrðis átaka meirihlutans en komi verkefnum REI lítið við.

Vinir Tíbets mótmæla í sjöunda sinn

Félagið Vinir Tíbets mættu í sjöunda sinn fyrir utan kínverska sendiráðið í dag. í tilkynningu frá félaginu segir að þeim eina og hálfa mánuði sem liðinn er síðan þau hófu aðgerðir hafi lítið gerst hjá ráðamönnum landsins.

Hollvinir Hallargarðsins hittast við Fríkirkjuveginn

Á morgun sunnudaginn 20. apríl kl. 13 verða stofnuð Hollvinasamtök Hallargarðsins. Undirbúningshópurinn hafði auglýst opið hús að Fríkirkjuvegi 11 kl. 13-14 en síðdegis á föstudegi bárust boð um að búið væri að banna borgarminjaverði að sýna húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Reykur í Turninum í Kópavogi - enginn eldur

Tilkynnt var um reyk í Turninum í Kópavogi fyrir stundu. Slökkviliðið var með töluverðan viðbúnað og sendi lið sitt á staðinn. Síðan kom í ljós að enginn eldur var á staðnum og kom reykurinn frá iðnaðarmönnum sem voru að vinna með tjörupappa á þaki hússins.

Grunur um kynferðislega misnotkun í sértrúarsöfnuði

Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að 416 börn verði færð undir forræði yfirvalda þar til DNA sýni skeri úr um hverjir foreldrar þeirra séu. Börnin tilheyra sértrúarsöfnuði sem hvetur til fjölkvænis og leikur grunur á að ungar stúlkur séu kynferðislega misnotaðar.

Ráðist gegn aðalatvinnuvegi heilla landshluta

Félög Vinstri grænna í Skagafirði og Húnavatnssýslum skora á Alþingi að stöðva frumvarp ríkisstjórnarinnar sem galopnar á innflutning á fersku kjöti og kjötvörum til landsins. Með frumvarpinu er ekki einungis vegið að einstökum atvinnugreinum heldur afkomu heilu landshlutanna ásamt því að sjúkdómavörnum og öryggi neytenda er teflt í tvísýnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Bílvelta á Þrengslavegi

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi valt bíll á Þrengslavegi nú fyrir stundu. Lítil sem enginn meiðsli urðu á ökumanninum sem komst sjálfur út úr bílnum.

Ölvaður flugfarþegi handtekinn í Leifsstöð

Ölvaður og æstur flugfarþegi var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöldi eftir að hann hafði veist að öryggisverði. Gisti maðurinn fangageymslur lögreglunnar í nótt og bíður yfirheyrslu þegar runnið er af honum.

Gekk 130 kílómetra heim til sín

Tík sem hljóp frá eiganda sínum á langferðalagi um Nevada fylki gekk 130 kílómetra heim til sín og skilaði sér heilu og höldnu viku seinna.

Segir alla ánægða með niðurstöðuna

Allir þeir sem aðild eiga að borgarstjórnarmeirihlutanum eru ánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst á fundi stjórnar Orkuveitunnar í dag, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa.

Segist heppinn að vera á lífi

Öryggisvörður sem varð fyrir lífshættulegri árás í 10-11 við Austurstræti segist heppinn að vera á lífi. Hann segir lækna hafa unnið kraftaverk.

Líst vel á niðurstöðuna

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að sér lítist ákaflega vel á þá niðurstöðu sem hafi fengist á fundi stjórnarinnar í dag.

Þrír árekstrar á stuttum tíma

Þrír árekstrar urðu á svipuðum tíma hjá lögreglunni á Suðurnesjum í dag. Tveir árekstrar urðu rétt fyrir klukkan þrjú á Reykjanesbraut við Grænás og var annar þeirra mjög harður. Tvær bifreiðar voru ónýtar eftir harðari áreksturinn.

Gagnrýnir umfjöllun um efnahagslíf

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að sér finnist að á stundum sé fjallað um ástand efnahagsmála af léttúð og skilningsleysi. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins, sem fram fór í dag.

Lögreglan fær að taka munnvatnssýni

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglan hafi heimild til þess að taka munnvatnssýni úr karlmanni sem grunaður er um líkamsárás.

„Þau verða að fara að gefa borgarbúum frí frá þessu.“

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segist hafa orðið vitni að gamalkunnum töktum á stjórnarfundinum í dag. Þegar lögð var fram tillaga um að gera úttekt á REI og losa fyrirtækið úr áhættusömum rekstri. Hún segir meirihlutann óboðlegann fyrir borgarbúa.

Þetta er til háborinnar skammar

Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Samfylkingarinnar segir nýjasta útspilið í Orkuveitu Reykjavíkur um málefni REI vera til háborinnar skammar. Eftir tæplega fimm tíma fundarhöld í dag segir Sigrún að tillagan rýri verðgildi fyrirtækisins. Minnihlutinn lét bóka tvær athugasemdir varðandi tillöguna.

Fá ekki að skoða Fríkirkjuveg

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur afturkallað leyfi sem nýstofnuð Hollvinasamtök Hallargarðsins höfðu fengið til þess að sýna borgarbúum Fríkirkjuveg 11 undir leiðsögn borgarminjavarðar.

Ísland sendir ferlega fýlu yfir Lundúni

Þúsundir Lundúnabúa hafa í dag hringt í veðurstofuna, lögregluna, almannavarnir og fjölmiðla til þess að kvarta undan viðbjóðslegri ólykt sem leggur yfir höfuðborgina.

REI verði losað úr áhætturekstri

Fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur var að ljúka í húsi Orkuveitunnar nú fyrir stundu. Þar var ekki lögð fram tillaga um að hefja undirbúning að sölu REI eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. Hinsvegar var rætt hvort hægt sé að losa REI út úr þeim verkefnum sem þykja of áhættusöm líkt og Vísir sagði frá í morgun.

BSRB vill skammtíma samning

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, hvetur til þess að þegar í stað hefjist viðræður við fjármálaráðuneytið um skammtíma samning. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í dag.

Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi

"Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa," segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans.

Uppgjafahermenn reiðir út í Time

Bandarískir uppgjafahermenn sem börðust á japönsku eynni Iwo Jima í síðari heimsstyrjöldinni eru öskureiðir út í vikuritið Time.

Vítisengill íhugar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu

Einn meðlima vélhjólagengisins Hells Angels sem vísað var frá landi í byrjun nóvember á síðasta ári íhugar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Nokkur hópur manna úr Hells Angels, eða Vítisenglum, ætluðu að sækja veisluhöld á vegum vélahjólaklúbbsins Fáfnis en var vísað frá landi við komuna í Leifsstöð.

Bíða með ákvörðun um áfrýjun

Ólavur Kristoffersen, verjandi Birgis Marteinssonar, segir að ákvörðun um hvort dómnum yfir Birgi verði áfrýjað verði ekki tekin fyrr en um miðja næstu viku.

Ásta Möller í framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins

Ásta Möller alþingiskona hefur verið kosin í framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins. Þetta er í annað sinn sem íslenskum þingmanni hlotnast þessi heiður en Geir Haarde sat í stjórninni á tíunda áratug síðustu aldar. Sambandið fundaði í vikunni í Suður-Afríku.

Norðmenn fara sænsku leiðina

Norski dómsmálaráðherrann Knut Storberget lagði í dag fram frumvarp á norska Stórþinginu sem gerir það glæpsamlegt að kaupa þjónustu vændiskvenna.

Háskólanemar fordæma aðgerðaleysi HÍ í Hannesarmáli

Kvikmyndafræðinemar við Háskóla Íslands hafa sent frá sér harðorða tilkynningu vegna máls Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Hannes var á dögunum dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundarrétti og fordæma nemarnir það sem þau kalla aðgerðarleysi Háskólans í málinu.

Íbúar í Hólahverfi fordæma veggjakrot

„Ég veit ekkert verra, þetta er ömurlegt,“ sagði íbúi við Krummahóla í samtali við blaðamann Vísis og átti við veggjakrot sem áberandi er í Hólahverfinu í Breiðholti eins og víðar um bæinn.

Verðandi iðnaðarmenn keppa í Laugardalshöllinni

Íslandsmót iðngreina hófst í morgun í gömlu Laugardalshöllinni. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra setti mótið kl. 11 og stendur það til kl. 18 í dag, föstudag, og kl. 9-18 á morgun, laugardag. Sýnt verður beint frá keppninni á Netinu.

Búast við löngum fundi stjórnar OR

Nú stendur yfir fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á 6.hæð í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi. Fundarmenn vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn en bjuggust við löngum fundi.

Erlent vinnuafl forsenda hagvaxtar

Framlag erlends vinnuafls verður ein meginforsenda hagvaxtar hér á landi á komandi árum samkvæmt rannsókn Samtaka atvinnulífsins. Samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk er í meðallagi.

Heitavatnslaust í Neðra-Breiðholti

Stofnæð heita vatnsins í Neðra-Breiðholti er biluð og af þeim sökum verður heitavatnslaust í Bakkahverfi fram eftir degi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Sjá næstu 50 fréttir