Innlent

Handteknir vegna vörslu fíkniefna

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru í gærkvöldi og í nótt handteknir í Grindavík grunaðir um vörslu fíkniefna. Í upphafi var einn mannanna stöðvaður við almennt eftirlit lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Síðan fundust í bifreiðinni um 120 grömm af ætluðu amfetamíni.

Við húsleit nokkru síðar, í heimahúsi í Grindavík, fundust til viðbótar um 10 grömm af ætluðu amfetamíni og voru hinir tveir mennirnir handteknir þar í kjölfarið. Málið telst upplýst. Mennirnir gistu fangageymslur í nótt en var sleppt lausum að lokinni skýrslutöku í dag, eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×